14.2.2007 | 01:16
Enn að skákeinvígum - það hlaut að koma að því
Jú kæri lesandi, viti menn. Það kom uppá daginn nú fyrir stundu að ég lagði föður minn að velli við skákborðið.
Reyndar var ekki mikil dýrð yfir þessum sigri en sigur þó, hann féll á tíma. Þó var ég í ívið betri stöðu þegar hann féll á tíma þannig að með góðri spilamennsku hefði þetta getað orðið spennandi skák.
Nú er næsta skref að vinna hann almennilega, lengja bara tímann á klukkunni.
- Guffi
13.2.2007 | 20:59
Enginn Schumacher
Sá þessa frétt um bílprófanir í Formúlunni... Voðalega skrýtið þegar að ég las fréttina að ekkert stæði um Schumacher... Ég hélt að sjálfsögðu með Schumacher í gamla daga einsog allir mætir menn og þessvegna finn ég fyrir smá tómleika að lesa formúlufrétt þar sem ekkert er minnst á hann.
Jæja, maður á auðvitað ekki að vera að svekkja sig á þessu, honum fannst sinn tími vera kominn þó að allir sáu að hann ætti fullt inni. Þrátt fyrir allt þetta er það ekki spurning að ég mun vakna á laugardags og sunnudags-morgnum í framtíðinni og styðja mína menn...
Viva Ferrari!
- Guffi
Ferraribílarnir á toppnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2007 | 01:25
Óþolandi skákir, útvarp, afmæli Röskvu og dagurinn í dag
Ég mætti í skóann kl. 8 í morgun og var ekki búinn í honum fyrren hálf 6 með Íþróttir í síðasta tíma. Fór eftir það á Sólon og hitti góðkunningja mína yfir kaffibolla... Kalli hringdi síðan í mig 7 mínútur fyrir hálf 8 og bað mig um að skjótast í útsendingu fyrir hann sem að átti að byrja hálf 8 (Kalli alltaf jafn tímanlegur ). Það gerði ég og tók leigubíl uppí Efstaleiti.
Það vildi svo heppilega til að á sama tíma og þátturinn var búinn voru að byrja tónleikar í sal nýja SÁÁ hússins, Efstaleiti 7 með Ólafi Arnalds. Vinir mínir og vinkona voru þar og ég slóst í för með þeim og sá tónleikana. Þetta voru útgáfutónleikar vegna nýrrar plötu frá honum og fínasta efni þarna á ferð!
Eftir tónleikana kíkti ég í boð með Júlíu á kaffihúsið Deco í austurstræti þar sem 19 ára afmæli Röskvu var haldið hátíðlegt, til hamingju með afmælið Röskva! Ekki slæmt að fá jafn frábæran sigur og þann sem við urðum vitni að fyrir stuttu í afmælisgjöf. Mamma sem einn af stofnendum rösvku á sínum tíma hélt víst ágætis ræðu fyrr um kvöldið sem ég missti þó af, en orðið á götunni var að hún fékk góðar undirtektir.
Eftir allt þetta húllumhæ og lá þá leiðin heim. Ég byrjaði á að skora á pabba í skák. Hann má nú eiga það að vera mjög góður skákmaður enda varð hann fyrsti Íslandsmeistari unglinga í skák á sínum tíma. Ég er þó alltaf að klóra í bakkann og þessa dagana hef ég verið óþæginlega nálægt því að leggja hann að velli. Svo er mál með vexti að fyrir um viku síðan tefldum við og var ég í mun betri aðstöðu og pabbi að falla á tíma þegar hann náði að gabba mig í smá gildru á ögurstundu. Hann "gaf" mér peð í skiptum á riddara og biskup en hann náði þá að máta mig þar sem kóngastaðan mín var ekki sú besta, innilokaður kóngur af 3 eigin peðum og náði hann þessvegna að máta mig með hrók. Þá hafði ég tekið minn hrók af F1 og yfir á F4 og þá náði hann sínum hrók á B1 og kóngurinn innilokaður á G1. Leiðinlegur endir á þeirri skák.
En að skákinni í kvöld. Ég byrjaði betur en pabbi og skákin varð svo jafnari þegar líða tók á hana. Allt var í járnum og ég átti þá rúma 1 mínútu eftir á klukkunni en pabbi um 3 mínútur (byrjuðum báðir með 7 mínútur rúmar). Ég tók þá til þess ráðs að tefla hratt en pabbi gleymdi tímanum um stund og var að lokum kominn í tímahrak. Þá byrjaði "atið" og mikið varð á og loks féllum við báðir á tíma, pabbi um 15 sekúndum fyrr en ég en hlutirnir gerðust mjög hratt! Ég hafði verið búinn að mála kónginn minn útí horn í þeirri von um að skáka hans kóng með drottningunni minni. Svo á sama tíma náði Sveinn gamli að máta mig og kalla "mát" og var það á sömu sekúndu og ég uppgvötaði að pabbi væri fallinn á tíma og kallaði "fallinn á tíma". Ég skal segja ykkur það að það munaði ekki mörgum sekúndubrotum á þessum blessuðu köllum. Þó þurfti ég að sætta mig við það að hann náði að kalla á undan mér.
Ég trúi því samt og treysti á það að sá tími mun koma að ég knéseti gamla kallinn.. það hlýtur að koma að þessu.
Jæja, ætli það sé ekki komið nóg af skáksögum í bili.. Ég ætla að fara í háttinn svo að maður hafi smávegis orku í sér fyrir morgundaginn!
Kv,
Guffi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2007 | 00:58
Every breath you take... á hróarskeldu?
Auðvitað eitt af mestu klysjulögum seinni tíma, en vá hvað ég væri til í að sjá þessa snillinga á sviði!
Nú krossleggjum við Hróarskeldufarar fingurnar og vonum að The Police með Stinginn sjálfann í fararbroddi mæti á Hróann..
Strax er búið að tilkynna að komi á Hróarskeldu ekki minni nöfn en Red Hot Chili Peppers, The Who og Björk... Ekki slæmt það!
Nú ætla ég að fara að gráta mig í svefn með every breath you take í eyrunum... NOT
- Guffi
The Police í tónleikaferð um heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.2.2007 | 18:23
Frábær sigur!!
Til hamingju Röskva!!!
Hver hefði trúað því að Röskvu tækist í sömu atrennu að ýta út H-listanum og ná hreinum meirihluta á móti Vöku?? Örugglega mjög fáir sem að þorðu að tippa á það fyrirfram. Allaveganna ekki ég...
Nú vona ég að þetta sé bara fyrirboði á gott gengi vinstriflokkanna þann 12. maí. Ekki þætti mér það leiðinlegt að sjá Samfylkingu og Vinstri Græna ná hreinum meirihluta..
Árshátíð Keðjunnar var í gær sem er nemendafélag Kvennaskólans.. hún var mjög fín og Jet Black Joe voru þar aðal númerið með Pál Rósinkranz í öndvegi. Það var mjög notalegt að vakna með höfuðverk og líta á gemsann sinn þar sem blasti við manni Sms frá Magga röskvu-manni þar sem stóð: "Röskva vann hreinan meirihluta 5-4." Við skulum segja að þessi skilaboð vógu uppá móti höfuðverknum.
- Guffi
Röskva hlaut flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 15:00
Nýja fréttastefið á Rúv..
Ég vinn á Rúv. Margir hafa tekið eftir því á öldum ljósvakans að nýtt fréttastef hefur litið dagsins ljós og er það flutt fyrir hvern einasta fréttatíma á gömlu gufunni og rás 2, fyrir utan sjónvarpsfréttir sem eru kl. 19 á rás2. Undir venjulegum kringumstæðum ætti ég að standa með mínu fólki og segja: "voðalega er þetta fínt fréttastef, nýtt og flott, höfðar til unga fólksins".
En því miður.. ég bara get ekki talað á móti minni eigin sannfæringu. Þó að ég sé ungur og sumir segji að þetta fréttastef ætti að höfða til mín, þá er stefið að mínu mati algjör hörmung. Hverjum datt í hug að samþykkja þetta sem nýtt fréttastef? Ekki það að ég sé svona ofur-afturhaldskommatittur sem að forðast allar breytingar, þær eru oft af hinu góða, en ekki þessi blessaða breyting!
Hér læt ég fylgja með örstutt opið bréf til Páls Magnússonar: "Elsku Palli minn, láttu þá taka aftur upp gamla fréttastefið þótt svo að það sé orðið gamalt, það er bara miklu betra."
- Guffi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007 | 01:00
Það er aldeilis, stefnir í klofning?
Það kemur mér mikið á óvart hversu lítil kjörsókn var á þennan félagsfund Framtíðarlandsins, 7% kjörsókn.
Þrátt fyrir þessa litlu kjörsókn hef ég aðeins verið að velta þessu fyrir mér... Tæp 50% þeirra sem kjósa vilja framboð, sem þýðir það að örugglega yfir 30-40% þessara 2.700 vilja fara í framboð. Kæmi það einhverjum á óvart ef að þeir með vilja til að bjóða fram, geri það þrátt fyrir niðurstöðu kvöldsins, nema undir öðrum formerkjum?
Hvað haldið þið?
Þó er ég smá hræddur við svona framboð, það gæti vel verið að þeir myndu fá eitthvað fylgi en þó ekki ná manni inn í neinu kjördæmi, sem þýðir það að mikið fylgi mundi dautt liggja og það væntanlega bitna á okkur vinstriflokkum, ekki gott það.
Annars hafa síðustu dagar verið ansi rólegir hjá mér, Tjarnardagar í gangi í Kvennó í kringum árshátíðina og skóli fellur niður. Ég fór í keilu og Bláa Lónið í dag og í jöklaferð á Sólheimajökul á þriðjudag og á morgun er svo árshátíðin, svo má ekki gleyma - úrslitum í Háskólakosningunum!! x-Röskva
Baráttukveðja,
Guffi
Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 01:15
Málþingið.. + háskólakosningar
Var að koma heim af Málþingi um réttindi ungmenna þar sem meðal annars voru rædd mál varðandi áfengiskaupsaldur, bílprófsaldur, kosningaaldur og trúmál. Umræðurnar voru kannski ekki jafn heitar og maður bjóst við en fínt engu að síður.. Ég fékk nokkur skot á mig því að ég sagði að fermingaraldurinn væri fínn en náði þó að svara fyrir mig, þannig að það fór allt saman vel.
Fréttastofa rúv kom og var gagnrýnd fyrir að trufla málþingið, þó að það truflaði mig lítið. Við fengum öll einhverjar 15 sec. í fréttatímanum á mann og mér tókst einhvernvegin að klúðra að setja nokkur orð saman í góða setningu, gengur bara betur næst.
Fulltrúar hinna flokkana voru fannst mér samt einblína alltof mikið á það að það þyrfti að auka fræðslu til barna um réttindi þeirra og skyldur. Að sjálfsögðu eru allir sammála um það en lítið kom útúr fulltrúunum hvað þeir vildu gera varðandi aldursmörkin með áfengiskaup, bílpróf og kosningar.
Var líka mikil kátína þegar fulltrúi Frjálslyndra sagðist vera á móti félagsmiðstöðvum, en það er annað mál.
Kíkti svo með Magga eftir fundinn í Aðalstrætið í miðstöðina hjá Röskvu, og VÁÁÁ.. stemmarinn var rosalegur.. allir að hringja, allir að öskra og alvöru baráttuandi í fólki. Fyrir þá sem ekki vita þá er kosið í Stúdentaráð á miðvikudag og fimmtudag og hvet ég alla til að kjósa Röskvu, eina vitið! Viva Röskva.. vonum að þau merji þetta..
4.2.2007 | 18:36
Til hamingju Þýskaland + málþing á morgun
... með að vinna HM í handbolta.
Mín kenning er samt að ef að Íslendingar hefðu unnið Dani, hefðum við líka unnið Pólverja og haft helmingslíkur á að fara alla leið. Gengur betur næst!
Mæli svo með því að fólk kíkji á málþing um réttindi ungmenna sem verður haldið á Café Victor á morgun kl. 20:00.
- Guffi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2007 | 18:29
Eurovision í gær..
Vil óska henni Heiðu til hamingju með að komast áfram í gær í úrlsit forkeppni Eurovision! Þetta lag, Ég og heilinn minn er frábært lag og átti hún þetta fyllilega skilið!
Heiðu í Eurovision!!
-Guffi
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Bloggarar
- Sunna sunna
- Nína úr Kvennó og co. snúgg
- Hildur og fleiri stelpur úr Kvennó.. les tartes
- Heiða Trúbador Heiða
Áhugaverðar síður!
- Allir veitingastaðir á Íslandi Líttu við...
- Myspace-ið mitt.. Mæææspeis
- Nemendafélag Kvennó, Keðjan Keðjan
- Hljómsveitin mín.. For a minor reflection
Pólitík
- NýKratar nýkratar
- Vefritið Vefritið
- Orðið á Götunni Orðið á götunni
- Ungir Sjálfstæðismenn SUS
- Ungir Frjálslyndir UF
- Ungir Framsóknarmenn SUF
- Ung Vinstri Græn UVG
- Ungir Jafnaðarmenn UJ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- bjorkv
- juliaemm
- heida
- pallieinars
- magnusmar
- juliara
- agnar
- kallimatt
- annakr
- stebbifr
- sigmarg
- truno
- bryndisisfold
- kamilla
- hlynurh
- jenssigurdsson
- ingibjorgstefans
- dofri
- annapala
- fanney
- jonastryggvi
- dagga
- nykratar
- vefritid
- malacai
- agustolafur
- bennigrondal
- bergruniris
- bleikaeldingin
- egillrunar
- elvarj
- feministi
- gilsneggerz
- vefarinnmikli
- hrannarb
- id
- jonthorolafsson
- hugsadu
- killerjoe
- mist
- ottarfelix
- senorita
- sprengjuhollin
- stefanthor
- steindorgretar
- kosningar
- svenni
- steinibriem