Leita í fréttum mbl.is

Sigurlisti undir stjórn sterkasta leiðtogans, og meira en það!

Á þessum lista er að finna ALLT!

Eldri borgara, ungt fólk, fólk til vinstri, fólk til hægri og síðast en ekki síst tvo af öflugustu stjórnmálamönnum Íslands; gamli allaballinn, Össur Skarphéðinsson og....

... Eina konan sem að hefur möguleika á að verða fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann, einn af sterkustu leiðtogum íslenskra stjórnmála ef ekki sá sterkasti, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Hættum að fara með þessar leiðinlegu tuggur sem ekkert er að marka, að Ingibjörg sé ekki nógu sterkur leiðtogi, hún nöldri bara og geri ekkert að viti. Sannleikurinn er sá að hún er eini leiðtogi stjórnmálaflokks á Íslandi síðasta hálfa árið eða svo sem að hefur talað um stefnumál! Ekki heyrir maður mikið frá Geir, Jóni eða Guðjóni Arnari (að undanskildu skítkasti yfir flokksfélaga, sem hafa síðan gengið úr flokknum).

Steingrímur J. stendur sig með prýði einsog alltaf og allt mjög gott sem að hann heldur fram, en það þýðir það ekki að Ingibjörg Sólrún hefur staðið sterkust með sínum málefnum og stefnumálum flokks síns af öllum leiðtogunum. Sumir vilja kalla þetta nöldur en ég segi þetta vera dæmi um sterkan leiðtoga.

Ingibjörg hefur sýnt það og sannað að hún gefst ekki upp þó á móti blási. Þrátt fyrir ungan aldur man ég eftir því þegar að Ingibjörg setti höfuðið undir fallöxina þegar hún setti sjálfa sig í 8. sæti R-listans, eitthvað sem að fáir myndu þora. Hún uppskar þó sem sáði því að R-listinn bætti við sig manni í Reykjavík, Ingibjörg náði inn og hélt borginni.

Ég fann eina skemmtilega mynd frá 25. maí það ár þar sem Ingibjörg Sólrún sést í Ráðhúsinu þegar fyrstu tölur voru birtar og Björn Bjarnason sést fyrir aftan, ekki sá hamingjusamasti á svip.25. maí 2002

 

 

 

 

 

 

 

Svo að ég hverfi aðeins aftur til listans sem að samþykktur í kvöld, við fengum ekki bara tölvunörda með okkur til liðs heldur meira að segja einn viðskiptamenntaðan frambjóðanda, G. Ágúst Pétursson, viðskiptaráðgjafa. Það verður einhver að fylgjast með okkur vinstrimönnum. Við kunnum jú ekkert með peninga að fara, ekki satt? 

- Guffi 


mbl.is Listar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum einróma samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki-fréttir í tísku!

Ég bið ykkur fyrirfram að afsaka orðbragðið mitt...

... en hverjum er ekki SKÍTSAMA???

Mundi það koma í fréttir ef að ég myndi djamma af mér rassagatið einhverja helgina, raka af mér hárið og fá mér tattoo? Nei, ef til vill myndu flestir vinir mínir hlæja að mér og finnast þetta hálf fáránlegt en öllum væri samt skítsama (nema kannski foreldrum manns).

Afhverju á það að vera meira fréttaefni ef einhver poppsöngkona gerir þetta eða ef ég gerði þetta? Að minnsta kosti hef ég engan áhuga á djamm-vitleysis-fréttum af frægu fólki, takk fyrir.

Það þarf örugglega slatta til þess að fréttamiðlar á íslandi hætti að flytja svona ekki-fréttir en getum við ekki bara látið þá ótal erlendu miðla sjá um þetta? Það er ekki mikið mál að nálgast fréttir af frægu fólki á netinu, auðveldara en flest annað.

Ég vil miklu frekar fá gömlu góðu Ekki-fréttirnar aftur á Rás 2.. það var eitthvað sem að maður hafði gaman að.

- Guffi 

 


mbl.is Britney Spears farin í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frrrrrrrrrrrrrrrábærir tónleikar!

Það er svo langt í frá að ég sjái eftir því að hafa farið á tónleikana í kvöld.

Amina stúlkur byrjuðu tónleikana. Þær voru ágætar og áttu 1-2 ágæt lög þrátt fyrir það að ég fíli þær engan vegin.

Sigur Rós komu síðan næstir á svið. Fyrsta lagið sem að þeir tóku var Vaka og á eftir því Samskeyti. Tóku síðan lög einsog Ágætis Byrjun og enduðu á Heysátunni. Einsog við mátti búast voru þeir frábærir og algjör unaður að hlusta á Jónsa syngja.

Pétur Ben tók svo við og rokkaði tónleikana hressilega upp með Óttar Sæmundsen á bassa og Bogomil Font á trommur ásamt konunni hans sem að söng með í einu eða tveimur lögum. Pétur stóð sig líka mjög vel, en þetta er í fyrsta skipti sem að ég sé hann live, að undanskildu einu lagi á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Bogomil Font & Flís komu á eftir Pétri og þeir komu mér skemmtilega á óvart og voru ótrúlega hressir enda Sigtryggur algjör snillingur.

Ég hef aldrei fílað Benna Hemm Hemm en váááá!!! Þau voru ótrúleg. Það að sjá þessa hljómsveit á tónleikum er engu líkt, krafturinn engu líkur. Textarnir líka skemmtilegir með mikilli ádeilu á stjórnvöld, virkjanir og framkvæmdir bara til að framkvæma. Síðasta lagið sem þau tóku heitir Ég á bát og var það frábær endir á frábæru kvöldi.

Tónleikarnir fá 5 stjörnur af 5 mögulegum og málefnið að sjálfsögðu líka 5 stjörnur.

- Guffi 


mbl.is Húsfyllir á tónleikunum Lifi Álafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Músík fyrir mannkynið!

Frábært framtak hjá Al Gore og félögum.

Við ættum öll að hafa heyrt ótal fréttir um hræðilega þróun í loftlagsmálum og ótrúlega flott og nauðsynlegt að halda tónleika um allan heim til að þrýsta á stjórnvöld til að taka til aðgerða.

Tónleikarnir eru undir yfirskriftinni Live Earth og eru þeir haldnir akkúrat tveimur árum (og 5 dögum) eftir Live Aid tónleikana þann 2. júlí 2005 sem voru haldnir úti um allan heim.

- Guffi


mbl.is Tónleikar haldnir um allan heim til að vekja athygli á loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra!

Frábært hjá honum frænda mínum að ná að markaðssetja þá KK og Magga í austrinu!

Þessar þjóðargersemir okkar ættu ekki að vera innilokaðar á Íslandi, um að gera að leyfa öðrum ríkjum og menningarheimum að njóta þeirra líka! Áfram Óttar!

- Guffi


mbl.is Kínverska ríkið gefur plötuna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona það besta!

Þetta eru mjög góðar fréttir og vona ég það heitast að þetta gangi eftir! Það er auðvitað hræðileg þessi kúgun, mannréttindabrot og glæpir sem að Ísraelsstjórn stendur fyrir á hendur Palestínumanna. Auðvitað hlýtur það að enda með átökum innan Palestínsku þjóðarinnar eftir áratugi í þessari aðstöðu.

Hinsvegar er það ömurleg og gömul tugga að tönglast á því að Hamas-menn vilji ekki segja um viðurkenningu Ísraelsríkis. Þeir hafa gefið það út að ef að Ísraelar myndu hefja samningaviðræður sem að byggðu á Oslóarsamkomulaginu og því landsvæði sem að þar var samþykkt.

Svo er trúarhlið og stjórmálahlið Hamas eru að sjálfsögðu tvennt ólíkt og þess vegna mjög erfitt og stórt skref fyrir stjórnámahliðina að slíta sig frá trúarhliðinni að þessu leiti.

Svo má heldur ekki gleyma því, að enginn spyr hvenær Ísraelsmenn viðurkenna ríki Palestínu. Allaveganna bendir hegðun þeirra til þess að þeir vilji helst þurrka Palestínu hægt og bítandi út, og það er það sem þeir eru að gera með aðskilnaðarmúrnum og stanslausum árásum á Palestínumenn.

Alltaf bíður maður og vonar það besta í þessu máli en oft skila viðræður litlu. Það væri meira en yndislegt ef að ríkin næðu samkomulagi sem að byggði á Oslóarsamkomulaginu og þar sem viðurkenningu beggja ríkja væri til staðar og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. 

Það mikilvægasta í þessu máli er það að missa ekki vonina, kraftaverkin gerast!

- Guffi 


mbl.is Abbas felur Haniyeh að mynda þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott framtak!

Jú hann gamli góði Villi gerir sitthvað gott í embætti sínu, þó að ég myndi seint kjósa hann (ef að ég hefði þá kosningarétt). Skákin er mjög vanmetin íþrótt og gott að borgin leggji sitt að mökum til þess að efla skák-menninguna!

Spurning hvort að þessi sterki leikur sjalla og fralla muni veita þeim meiri byr í seglin fyrir vorið? Nei ætli þeir græði nokkuð mikið á þessu, en fínn leikur þó. Måske ná þeir að máta vinstriflokkana aftur í vor. Vona ekki.

Að öðrum fréttum, nú er ég frammi á gangi í Kvennó að bíða eftir því að þreyta Jarðfræðipróf í berggreiningu, sem eru ekki jafn uppörvandi fréttir og sú sem ég skrifaði um hér að ofan. Gangi mér vel...

 


mbl.is Skákakademía Reykjavíkur stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi sem fæstir af rás 2

Ég vona að sem fæstir starfsmanna á minni deild, rás 2 láti af störfum. Fínasta fólk hér sem að leiðinlegt væri að missa.

Svo er pæling hvort að útvarpsstjóri reki mann og annan til að spara? Hvur veit...


mbl.is Ekki gefið upp hversu margir muni hætta af hverri deild RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60 þúsund kall

Þeir segja að maður eignist stúkuna fyrir þessa 51 milljón króna í 861 ár. Auðvelt reikningsdæmi sýnir fram á það að ef að maður myndi setja 51 milljónir á raðgreiðslur í 861 ár með einni afborgun á ári (reyndar án vaxta) væri afborgunin ekki nema 60.000 krónur á ári eða um 5000 krónur á mánuði. Ekki harla mikið það fyrir 5 sæta stúku í Royal Albert Hall rétt hjá stúku konungsfjölskyldunnar.

Svo má reyndar velta vöngum yfir því hvort að jörðin og þar með Royal Albert Hall muni lifa af næstu 861 ár, hvort sem það verði að völdum gróðurhúsaáhrifa eða styrjaldar. Hvað haldið þið? Góð fjárfesting?


mbl.is Hálf stúka í Royal Albert Hall til sölu á 385 þúsund pund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt..

Hálf kaldhæðið að búa til smásjá sem er 12mm að hæð.

Ætli það þurfi þá ekki aðra smásjá til þess að geta séð í gegnum sjónpípuna? Hlýtur að vera.. 

Það sem mér finnst öllu áhugaverðara með þessa frétt að hann segist vilja búa til smásjá sem að stækkar 10 milljón sinnum. Það eru alveg 1 og svo 7 núll fyrir aftan --> 10.000.000. Stór tala! Með því að búa til þannig smásjá gæti hann greint atóm sem að er í öllum hlutum og minnsta stærð í heiminum, að frátöldu byggingarefni atómsins sjálfs sem að ég man ekki hvað heitir. Ótrúlegt hvernig vísindin eru í stanslausri framför.

Því miður vilja þó sumir nýta þekkinguna sem að við búum yfir til þess að búa til kjarnorku- og gjöreyðingarvopn. Þá finnst mér skemmtilegra að nýta þekkinguna í það að búa til litlar smásjár. 

 


mbl.is Minnsta smásjá heims bíður staðfestingar Heimsmetabókar Guinness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband