Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
8.2.2007 | 15:00
Nýja fréttastefið á Rúv..
Ég vinn á Rúv. Margir hafa tekið eftir því á öldum ljósvakans að nýtt fréttastef hefur litið dagsins ljós og er það flutt fyrir hvern einasta fréttatíma á gömlu gufunni og rás 2, fyrir utan sjónvarpsfréttir sem eru kl. 19 á rás2. Undir venjulegum kringumstæðum ætti ég að standa með mínu fólki og segja: "voðalega er þetta fínt fréttastef, nýtt og flott, höfðar til unga fólksins".
En því miður.. ég bara get ekki talað á móti minni eigin sannfæringu. Þó að ég sé ungur og sumir segji að þetta fréttastef ætti að höfða til mín, þá er stefið að mínu mati algjör hörmung. Hverjum datt í hug að samþykkja þetta sem nýtt fréttastef? Ekki það að ég sé svona ofur-afturhaldskommatittur sem að forðast allar breytingar, þær eru oft af hinu góða, en ekki þessi blessaða breyting!
Hér læt ég fylgja með örstutt opið bréf til Páls Magnússonar: "Elsku Palli minn, láttu þá taka aftur upp gamla fréttastefið þótt svo að það sé orðið gamalt, það er bara miklu betra."
- Guffi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007 | 01:00
Það er aldeilis, stefnir í klofning?
Það kemur mér mikið á óvart hversu lítil kjörsókn var á þennan félagsfund Framtíðarlandsins, 7% kjörsókn.
Þrátt fyrir þessa litlu kjörsókn hef ég aðeins verið að velta þessu fyrir mér... Tæp 50% þeirra sem kjósa vilja framboð, sem þýðir það að örugglega yfir 30-40% þessara 2.700 vilja fara í framboð. Kæmi það einhverjum á óvart ef að þeir með vilja til að bjóða fram, geri það þrátt fyrir niðurstöðu kvöldsins, nema undir öðrum formerkjum?
Hvað haldið þið?
Þó er ég smá hræddur við svona framboð, það gæti vel verið að þeir myndu fá eitthvað fylgi en þó ekki ná manni inn í neinu kjördæmi, sem þýðir það að mikið fylgi mundi dautt liggja og það væntanlega bitna á okkur vinstriflokkum, ekki gott það.
Annars hafa síðustu dagar verið ansi rólegir hjá mér, Tjarnardagar í gangi í Kvennó í kringum árshátíðina og skóli fellur niður. Ég fór í keilu og Bláa Lónið í dag og í jöklaferð á Sólheimajökul á þriðjudag og á morgun er svo árshátíðin, svo má ekki gleyma - úrslitum í Háskólakosningunum!! x-Röskva
Baráttukveðja,
Guffi
Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 01:15
Málþingið.. + háskólakosningar
Var að koma heim af Málþingi um réttindi ungmenna þar sem meðal annars voru rædd mál varðandi áfengiskaupsaldur, bílprófsaldur, kosningaaldur og trúmál. Umræðurnar voru kannski ekki jafn heitar og maður bjóst við en fínt engu að síður.. Ég fékk nokkur skot á mig því að ég sagði að fermingaraldurinn væri fínn en náði þó að svara fyrir mig, þannig að það fór allt saman vel.
Fréttastofa rúv kom og var gagnrýnd fyrir að trufla málþingið, þó að það truflaði mig lítið. Við fengum öll einhverjar 15 sec. í fréttatímanum á mann og mér tókst einhvernvegin að klúðra að setja nokkur orð saman í góða setningu, gengur bara betur næst.
Fulltrúar hinna flokkana voru fannst mér samt einblína alltof mikið á það að það þyrfti að auka fræðslu til barna um réttindi þeirra og skyldur. Að sjálfsögðu eru allir sammála um það en lítið kom útúr fulltrúunum hvað þeir vildu gera varðandi aldursmörkin með áfengiskaup, bílpróf og kosningar.
Var líka mikil kátína þegar fulltrúi Frjálslyndra sagðist vera á móti félagsmiðstöðvum, en það er annað mál.
Kíkti svo með Magga eftir fundinn í Aðalstrætið í miðstöðina hjá Röskvu, og VÁÁÁ.. stemmarinn var rosalegur.. allir að hringja, allir að öskra og alvöru baráttuandi í fólki. Fyrir þá sem ekki vita þá er kosið í Stúdentaráð á miðvikudag og fimmtudag og hvet ég alla til að kjósa Röskvu, eina vitið! Viva Röskva.. vonum að þau merji þetta..
4.2.2007 | 18:36
Til hamingju Þýskaland + málþing á morgun
... með að vinna HM í handbolta.
Mín kenning er samt að ef að Íslendingar hefðu unnið Dani, hefðum við líka unnið Pólverja og haft helmingslíkur á að fara alla leið. Gengur betur næst!
Mæli svo með því að fólk kíkji á málþing um réttindi ungmenna sem verður haldið á Café Victor á morgun kl. 20:00.
- Guffi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2007 | 18:29
Eurovision í gær..
Vil óska henni Heiðu til hamingju með að komast áfram í gær í úrlsit forkeppni Eurovision! Þetta lag, Ég og heilinn minn er frábært lag og átti hún þetta fyllilega skilið!
Heiðu í Eurovision!!
-Guffi
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2007 | 18:28
Kominn á blog.is!
Sælt veri fólkið..
Ég ákvað áðan að fá mér bloggsvæði á blog.is eftir að hafa haldið úti blog.central.is síðu í slatta tíma.. veit ekki hvort að ég haldi áfram með hana en ég ætla að reyna að vera duglegur að blogga.. sitthvað um pólitík, tónlist, íþróttir, lífið og tilveruna og hitt og þetta!
Hvet ykkur til að kíkja við sem oftast og segja ykkar skoðun á því sem að ég skrifa!
Kv,
Guðfinnur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Bloggarar
- Sunna sunna
- Nína úr Kvennó og co. snúgg
- Hildur og fleiri stelpur úr Kvennó.. les tartes
- Heiða Trúbador Heiða
Áhugaverðar síður!
- Allir veitingastaðir á Íslandi Líttu við...
- Myspace-ið mitt.. Mæææspeis
- Nemendafélag Kvennó, Keðjan Keðjan
- Hljómsveitin mín.. For a minor reflection
Pólitík
- NýKratar nýkratar
- Vefritið Vefritið
- Orðið á Götunni Orðið á götunni
- Ungir Sjálfstæðismenn SUS
- Ungir Frjálslyndir UF
- Ungir Framsóknarmenn SUF
- Ung Vinstri Græn UVG
- Ungir Jafnaðarmenn UJ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 754
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- bjorkv
- juliaemm
- heida
- pallieinars
- magnusmar
- juliara
- agnar
- kallimatt
- annakr
- stebbifr
- sigmarg
- truno
- bryndisisfold
- kamilla
- hlynurh
- jenssigurdsson
- ingibjorgstefans
- dofri
- annapala
- fanney
- jonastryggvi
- dagga
- nykratar
- vefritid
- malacai
- agustolafur
- bennigrondal
- bergruniris
- bleikaeldingin
- egillrunar
- elvarj
- feministi
- gilsneggerz
- vefarinnmikli
- hrannarb
- id
- jonthorolafsson
- hugsadu
- killerjoe
- mist
- ottarfelix
- senorita
- sprengjuhollin
- stefanthor
- steindorgretar
- kosningar
- svenni
- steinibriem