Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Kvæði um veikindi

Hósti, verkur, hor og slef,

vild'ég væri ekki með.

Vitlaus strákur með sloj og kvef,

situr uppi, sem töff ógeð.

 

Þetta ætti að segja sitt um veikindi mín sem ég get þó sjálfum mér um kennt að vera. Svoleiðis var það að ég vitleysaðist í körfubolta með strákunum eftir skóla, þrátt fyrir nefrennsli á við Jökulsá á Dal fyrir virkjun.

Annars er þetta ef ég fer með rétt mál, mitt fyrsta ljóð. Látið í ykkur heyra hvernig ykkur finnst.

Með veikindakveðju,

- Guffi 


Maður í manns stað

Ég viðurkenni það fúslega að það er mjög leiðinlegt að missa Jakob Frímann úr flokknum enda mikill fengur í að hafa hann með í starfinu, öflugur maður.

Ég vona þó að þessi vitleysa með nýtt framboð verði samt ekki að veruleika. Sú stóra hætta er þá fyrir hendi að framboðið næði næstum því inn manni einhverrstaðar, það fylgi myndi detta dautt niður og Sjálfstæðisflokkurinn græða mest á því.

Ég vil benda á að um helgina gekk ekki bara Jakob Frímann úr Samfylkingunni heldur gekk Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi í flokkinn eftir árs langt samstarf við Samfylkinguna í borgarstjórn án vandræða. Er það mikið gleðiefni enda er Björk að mínu mati einn af öflugustu stjórnmálamönnum landsins í öldrunar- og velferðarmálum.

Lifi byltingin!

- Guffi 


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti maður að taka upp skírlífi 30 ára?

Æi ég veit það ekki.. Á maður ekki frekar að sætta sig við þessi 80 ár að meðaltali og lifa eðlilegu lífi?

Ég rek augun í það að tóbak freysti hans meira en kynlíf, fyndið það.

- Guffi 


mbl.is Langlífur vegna skírlífis?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Ólafsvöku?

Ég hélt að Ólafsvaka, eitt þekktasta fyllerí norður-atlandshafsins myndi hífa töluna eitthvað upp. Jæja, engu að síður gott að færeyjingar séu svona prúðir.

Skemmtilegt að sjá að við Íslendingar séum í 197. sæti af 214 löndum. Það þýðir að við "högum okkur betur" en 90% þjóða í heiminum. Þó vil ég draga þá tölu í efa, ef sérstaklega yrði tekin fyrir hegðun Íslendinga undir áhrifum áfengis.

- Guffi 


mbl.is Færeyingar haga sér manna best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsum um okkur sjálf!

Það er lang oftast þannig að maður gleymir að hugsa um hvað maður sjálfur gerir í málunum. Allir þurfa að hugsa sinn gang og taka sjálfan sig fyrir svo að umhverfisverndarsjónamiðin nái fram að ganga. Ekki bara Vinstri Græn heldur hver einn og einasti einstaklingur.

- Guffi


mbl.is Einn á hjóli hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurlisti undir stjórn sterkasta leiðtogans, og meira en það!

Á þessum lista er að finna ALLT!

Eldri borgara, ungt fólk, fólk til vinstri, fólk til hægri og síðast en ekki síst tvo af öflugustu stjórnmálamönnum Íslands; gamli allaballinn, Össur Skarphéðinsson og....

... Eina konan sem að hefur möguleika á að verða fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann, einn af sterkustu leiðtogum íslenskra stjórnmála ef ekki sá sterkasti, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Hættum að fara með þessar leiðinlegu tuggur sem ekkert er að marka, að Ingibjörg sé ekki nógu sterkur leiðtogi, hún nöldri bara og geri ekkert að viti. Sannleikurinn er sá að hún er eini leiðtogi stjórnmálaflokks á Íslandi síðasta hálfa árið eða svo sem að hefur talað um stefnumál! Ekki heyrir maður mikið frá Geir, Jóni eða Guðjóni Arnari (að undanskildu skítkasti yfir flokksfélaga, sem hafa síðan gengið úr flokknum).

Steingrímur J. stendur sig með prýði einsog alltaf og allt mjög gott sem að hann heldur fram, en það þýðir það ekki að Ingibjörg Sólrún hefur staðið sterkust með sínum málefnum og stefnumálum flokks síns af öllum leiðtogunum. Sumir vilja kalla þetta nöldur en ég segi þetta vera dæmi um sterkan leiðtoga.

Ingibjörg hefur sýnt það og sannað að hún gefst ekki upp þó á móti blási. Þrátt fyrir ungan aldur man ég eftir því þegar að Ingibjörg setti höfuðið undir fallöxina þegar hún setti sjálfa sig í 8. sæti R-listans, eitthvað sem að fáir myndu þora. Hún uppskar þó sem sáði því að R-listinn bætti við sig manni í Reykjavík, Ingibjörg náði inn og hélt borginni.

Ég fann eina skemmtilega mynd frá 25. maí það ár þar sem Ingibjörg Sólrún sést í Ráðhúsinu þegar fyrstu tölur voru birtar og Björn Bjarnason sést fyrir aftan, ekki sá hamingjusamasti á svip.25. maí 2002

 

 

 

 

 

 

 

Svo að ég hverfi aðeins aftur til listans sem að samþykktur í kvöld, við fengum ekki bara tölvunörda með okkur til liðs heldur meira að segja einn viðskiptamenntaðan frambjóðanda, G. Ágúst Pétursson, viðskiptaráðgjafa. Það verður einhver að fylgjast með okkur vinstrimönnum. Við kunnum jú ekkert með peninga að fara, ekki satt? 

- Guffi 


mbl.is Listar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum einróma samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki-fréttir í tísku!

Ég bið ykkur fyrirfram að afsaka orðbragðið mitt...

... en hverjum er ekki SKÍTSAMA???

Mundi það koma í fréttir ef að ég myndi djamma af mér rassagatið einhverja helgina, raka af mér hárið og fá mér tattoo? Nei, ef til vill myndu flestir vinir mínir hlæja að mér og finnast þetta hálf fáránlegt en öllum væri samt skítsama (nema kannski foreldrum manns).

Afhverju á það að vera meira fréttaefni ef einhver poppsöngkona gerir þetta eða ef ég gerði þetta? Að minnsta kosti hef ég engan áhuga á djamm-vitleysis-fréttum af frægu fólki, takk fyrir.

Það þarf örugglega slatta til þess að fréttamiðlar á íslandi hætti að flytja svona ekki-fréttir en getum við ekki bara látið þá ótal erlendu miðla sjá um þetta? Það er ekki mikið mál að nálgast fréttir af frægu fólki á netinu, auðveldara en flest annað.

Ég vil miklu frekar fá gömlu góðu Ekki-fréttirnar aftur á Rás 2.. það var eitthvað sem að maður hafði gaman að.

- Guffi 

 


mbl.is Britney Spears farin í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frrrrrrrrrrrrrrrábærir tónleikar!

Það er svo langt í frá að ég sjái eftir því að hafa farið á tónleikana í kvöld.

Amina stúlkur byrjuðu tónleikana. Þær voru ágætar og áttu 1-2 ágæt lög þrátt fyrir það að ég fíli þær engan vegin.

Sigur Rós komu síðan næstir á svið. Fyrsta lagið sem að þeir tóku var Vaka og á eftir því Samskeyti. Tóku síðan lög einsog Ágætis Byrjun og enduðu á Heysátunni. Einsog við mátti búast voru þeir frábærir og algjör unaður að hlusta á Jónsa syngja.

Pétur Ben tók svo við og rokkaði tónleikana hressilega upp með Óttar Sæmundsen á bassa og Bogomil Font á trommur ásamt konunni hans sem að söng með í einu eða tveimur lögum. Pétur stóð sig líka mjög vel, en þetta er í fyrsta skipti sem að ég sé hann live, að undanskildu einu lagi á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Bogomil Font & Flís komu á eftir Pétri og þeir komu mér skemmtilega á óvart og voru ótrúlega hressir enda Sigtryggur algjör snillingur.

Ég hef aldrei fílað Benna Hemm Hemm en váááá!!! Þau voru ótrúleg. Það að sjá þessa hljómsveit á tónleikum er engu líkt, krafturinn engu líkur. Textarnir líka skemmtilegir með mikilli ádeilu á stjórnvöld, virkjanir og framkvæmdir bara til að framkvæma. Síðasta lagið sem þau tóku heitir Ég á bát og var það frábær endir á frábæru kvöldi.

Tónleikarnir fá 5 stjörnur af 5 mögulegum og málefnið að sjálfsögðu líka 5 stjörnur.

- Guffi 


mbl.is Húsfyllir á tónleikunum Lifi Álafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Músík fyrir mannkynið!

Frábært framtak hjá Al Gore og félögum.

Við ættum öll að hafa heyrt ótal fréttir um hræðilega þróun í loftlagsmálum og ótrúlega flott og nauðsynlegt að halda tónleika um allan heim til að þrýsta á stjórnvöld til að taka til aðgerða.

Tónleikarnir eru undir yfirskriftinni Live Earth og eru þeir haldnir akkúrat tveimur árum (og 5 dögum) eftir Live Aid tónleikana þann 2. júlí 2005 sem voru haldnir úti um allan heim.

- Guffi


mbl.is Tónleikar haldnir um allan heim til að vekja athygli á loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra!

Frábært hjá honum frænda mínum að ná að markaðssetja þá KK og Magga í austrinu!

Þessar þjóðargersemir okkar ættu ekki að vera innilokaðar á Íslandi, um að gera að leyfa öðrum ríkjum og menningarheimum að njóta þeirra líka! Áfram Óttar!

- Guffi


mbl.is Kínverska ríkið gefur plötuna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband