7.4.2007 | 04:20
Vá, vá og aftur váááá! + tóóónleikar
Ég fór á Blonde Redhead í gær... Mætti rétt fyrir 9 þegar Reykjavík! var að klára sig af. Náði einhverjum þremur lögum með þeim. Ótrúlega flottir! Hef aldrei áður séð þá á sviði, missti af þeim á Airwaves '06 þannig það var frábært að sjá þá, þó það hafi ekki verið nema nokkur lög..
Kristin Hersh tók svo við. Hún túrar held ég oftast með Blonde Redhead. Fyrir tónleikana vissi ég ekkert um hana, bjóst bara við einhverri ungri stelpu með enga sérstaka tónlist en hún kom óóótrúlega á óvart. Kona eitthvað yfir fertugu held ég sem spilaði eðal rokk.
Röðin kom svo að aðalnúmeri kvöldsins, Blonde Redhead. Ég hafði auðvitað hlustað eitthvað á þau, annars hefði ég ólíklega farið á tónleikana. Ég bjóst vð skemmtun en samt engu ótrúlega eftirminnilegu, enda hljómsveitin ekki ein af 5 né 10 uppáhaldshljómsveitum mínum þótt ég hafi mjög gaman að henni. En vááááá, ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel á tónleikum.
Þau spiluðu aðallega lög af plötunni 23 sem kemur út þann 10. apríl næstkomandi. Ótrúlega flott allt saman, lagasmíðarnar frábærar og sviðsframkoma þeirra til fyrirmyndar... Mæli með að fólk checki á titillagi nýju plötunnar á www.myspace.com/blonderedhead .
En að ööööööðrum tónleikum! Hljómsveitin mín, For a Minor Reflection spilar í Tjarnarbíói næsta föstudag, föstudaginn 13. apríl. Engin smá dagsetning og engir smá tónleikar! Með okkur spila hljómsveitirnar Soundspell og Leaves. Þá síðastnefndu ættu flestir að kannast við enda ein af stærri og frægari hljómsveitum okkar íslendinga. Það kostar 1000 kr. á tónleikana og selt er við innganginn. Fyrir þá sem vilja heyra í minni hljómsveitunum (minni og Soundspell) þá bendi ég fólki á mæspeissíðurnar www.myspace.com/foraminorreflection og www.myspace.com/spellthesound . Einnig má finna fyrsta "smell" hljómsveitarinnar minnar í tónlistarspilaranum á þessari síðu, en lagið heitir "Ókyrrð".
Bestu kveðjur,
Guffi
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:21 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Sunna sunna
- Nína úr Kvennó og co. snúgg
- Hildur og fleiri stelpur úr Kvennó.. les tartes
- Heiða Trúbador Heiða
Áhugaverðar síður!
- Allir veitingastaðir á Íslandi Líttu við...
- Myspace-ið mitt.. Mæææspeis
- Nemendafélag Kvennó, Keðjan Keðjan
- Hljómsveitin mín.. For a minor reflection
Pólitík
- NýKratar nýkratar
- Vefritið Vefritið
- Orðið á Götunni Orðið á götunni
- Ungir Sjálfstæðismenn SUS
- Ungir Frjálslyndir UF
- Ungir Framsóknarmenn SUF
- Ung Vinstri Græn UVG
- Ungir Jafnaðarmenn UJ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 754
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- bjorkv
- juliaemm
- heida
- pallieinars
- magnusmar
- juliara
- agnar
- kallimatt
- annakr
- stebbifr
- sigmarg
- truno
- bryndisisfold
- kamilla
- hlynurh
- jenssigurdsson
- ingibjorgstefans
- dofri
- annapala
- fanney
- jonastryggvi
- dagga
- nykratar
- vefritid
- malacai
- agustolafur
- bennigrondal
- bergruniris
- bleikaeldingin
- egillrunar
- elvarj
- feministi
- gilsneggerz
- vefarinnmikli
- hrannarb
- id
- jonthorolafsson
- hugsadu
- killerjoe
- mist
- ottarfelix
- senorita
- sprengjuhollin
- stefanthor
- steindorgretar
- kosningar
- svenni
- steinibriem
Athugasemdir
Vá, ég mæti pottþétt á þessa tónleika.
Kv. Elvar
Elvar (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.