Leita í fréttum mbl.is

Síðustu dagar ...

Ég hef ekki verið nógu duglegur í því að blogga síðustu daga. Þrátt fyrir það hefur margt og mikið gerst á sama tíma.

Nemendafélagskosningar í Keðjunni, nemendafélagi Kvennaskólans voru í síðustu viku og var ég þar kosinn formaður Skemmtinefndar fyrir næsta skólaár, og jafnframt þá inní stjórn Keðjunnar. 

Svo er allt að gerast hjá okkur í Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík. Til að mynda halda Ingibjörg Sólrún og Össur fund á Sólon í hádeginu á morgun (4. apríl) kl. 12. Stjórnmálaskóli verður svo milli 17 og 19 og boðið verður uppá eitthvað snarl og svo um kvöldið verður smá teiti. Frekari upplýsingar er að finna á www.politik.is.

Blonde Redhead eru á leiðinni til landsins og ég ætla að skella mér, á fimmtudag á NASA. Örugglega fáránlega gaman að sjá þau, íslandsvinina miklu.

Að lokum vil ég benda ykkur á að lesa frábæra grein eftir vinkonu mína Júlíu Margréti Einarsdóttur. Greini heitir "Hann Doddi". Mjög vel skrifuð og skemmtileg lesning þar sem Júlía nær að útskýra það sem er í deiglunni ótrúlega vel með fyndni sögu um vin sinn. Greinina má finna hér --> http://www.politik.is/?i=19&b=5,1244&expand=1 .

Byltingarkveðjur,

- Guffi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

ó guffi. nærð alltaf að bræða gömlu.

Júlía Margrét Einarsdóttir, 4.4.2007 kl. 01:59

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Haltu áfram að bloga.  Ég var farin að sakna þín. 

Viagra kveðjur, 

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband