Leita í fréttum mbl.is

Kvæði frá Júlíu

Varð að fá að birta þetta frábæra ljóð sem að Júlía Margrét Einarsdóttir samdi um veikindi mín, að hennar sögn í frönskutíma. Ég veit ekki hvort að þessi bloggsíða stefni í eintóman ljóðavef en hvað er svosum að því? Hér kemur ljóðið:

Kveinar núna guffi knár,
kappinn hann er veikur
læst hann vera lasinn sár
um líf sitt orðinn smeykur


Algjör snilld þetta ljóð hennar Júlíu :)

Nú er ég haldin á vit netskákarinnar sem ég stunda ólmur í þessari flensu.

- Guffi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Júlía er frábær!!! Fær 10 í íslensku, en veit ekki með frönskuna, ef hugurinn er svona fjarri í tímum.

Björk Vilhelmsdóttir, 2.3.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

láttu þér batna, þessi flensa er horror, verði ég einhvern tímann einræðisherra verður það mitt fyrsta verk að banna hana

Eva Kamilla Einarsdóttir, 3.3.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband