Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
10.5.2007 | 01:12
Voðalega er ég stoltur!
... af því að vera hluti af þeim frábæra stjórnmálaflokk, Samfylkingunni og fá þann heiður að vera hluti af fylkingu undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Ég fylltist hreinlega stolti á því að horfa á hana á Stöð 2 í kvöld. Solla er komin í kosningaham og mikið meira en það!
Ég man að í febrúar, mars og byrjun apríl snérist umræðan ekki um neitt annað en allt stefndi í svakalegt tap hjá Samfylkingu og Ingibjörg myndi leiða flokkinn í kosningar þar sem hann myndi hljóta afhroð. Þrátt fyrir allt tal utanflokksfólks um veiklyndi ISG þá vissi ég að hún myndi standa uppi sem sigurvegari að lokum, sterk einsog alltaf!
Þegar maður horfir á Ingibjörgu tala í umræðuþáttum og á fundum segir glampinn í augunum og bjartsýnin í brosinu allt sem segja þarf. Það veitir manni svo ótrúlegan innblástur að sjá dugnaðinn og vissuna hjá henni, hún ætlar og mun fella sitjandi ríkisstjórn. Hugsjónarkona sem lætur ekkert stoppa sig og vill það besta fyrir samfélagið.
Ég er stoltur af því að vera í Samfylkingunni. Ég er stoltur að eiga Ingibjörgu að sem formann Samfylkingarinnar. Ég er stoltur af stefnu Samfylkingarinnar, hugsjóninni.
Ég spái því að Samfylkingin brjóti 30 prósenta múrinn aftur og hasla sér völl sem einn af tveimur meginstoðum íslenskra stjórnmála. Ríkisstjórnin mun falla og það verður í höndum Samfylkingar að mynda næstu ríkisstjórn!
Ég hef fulla trú á því að Ingibjörg Sólrún muni leiða Samfylkinguna til sigurs á laugardaginn og sanna þar með að hún er sterkasti stjórnmálamaður landsins og vel það. Enginn skal reyna að sannfæra mig um það að einhver annar gæti rifið af sér endalaust illt umtal, m.a. frá heilu blað sem hefur rakkað mann niður í 2 ár, og komið samt út úr kosningum sterkari en nokkru sinni fyrr!
Samfylking til sigurs þann 12. maí! Kjósum rétt, kjósum Samfylkinguna!
Baráttukveðjur,
Guffi
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 14:05
Nýtt myndband frá Ungum Jafnaðarmönnum!
Sælt veri fólkið!
Checkið á þessu glænýja myndbandi frá UJ, algjör snilld!
Kv,
Guffi
9.5.2007 | 13:40
En um hinn falda Árna
Það er aldeilis að mér finnst gaman að skrifa um vin okkar, Árna Johnsen. Maður gat ekki annað en rekið augun í að á baksíðu Blaðsins í gær var auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum í suðri þar sem þeir voru að kynna stefnu sína í tvöföldun Reykjanesvegs. Þar var frambjóðendum flokksins styllt pent upp, en einn vantaði! Árna nokkurn Joð. Hinn Árni brosti breitt, Eyþór ölvaði var á sínum stað og nokkrir í viðbót en hvergi sést í Árna Johnsen.
Hvað er málið? Glæpamaður og fyrrverandi fangi skipar 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokk í suðri, þeir fela hann nægilega vel og fólk gleymir því hreinlega að það sé að kjósa þennan mann inná þing! Í könnun Capacent Gallup 22. maí er Sjálfstæðisflokkurinn með 40,9%! Ég trúi því ekki að þeir nái að fela Árna og tapa engu á því að vera með þennan mann á lista hjá sér. Þið Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sem lesið þetta, ég bið ykkur, hugsið málið! Viljið þið í alvöru hafa glæpamann sem ykkar fulltrúa á þingi?
Kv,
Guffi
1.5.2007 | 22:17
Árni Johnsen í skaupinu 2001
Hahahahaha, ég rambaði inná Youtube áðan og fann þetta frábæra brot út Áramótaskaupinu 2001 þar sem Árni er tekinn allrækilega í gegn. Var búinn að steingleyma þessu atriði... Hvet fólk til að rifja upp gamla tíma, og hugsa til þess að þessi maður kemst á þing að öllu óbreyttu.
http://www.youtube.com/watch?v=oT1heEmi6s0&NR=1
Annars var 1. maí stórskemmtilegur, labbaði niður laugarveginn með göngunni og með hjálp vinkonu minnar héldum við á fána með áletruninni Ísraelsher burt úr Palestínu. Kominn tími til!!
Kíkti svo örstutt í kaffiboð á Hótel Borg hjá Samfylkingunni og fór síðan í 1 árs afmælisveislu Evu Bjarkar systurdóttur minnar. Þar tók hún sæt einsog alltaf á móti mér í silfurlituðum kjól með bros á vör! Fór eftir boðið uppá útvarp en er núna kominn heim í Breiðholtið og þarf að taka mér bók í hönd til að ég standi mig vel í þessum blessuðu prófum.
Hef það ekki lengra í bili,
Baráttukveðjur,
Guffi
Tenglar
Bloggarar
- Sunna sunna
- Nína úr Kvennó og co. snúgg
- Hildur og fleiri stelpur úr Kvennó.. les tartes
- Heiða Trúbador Heiða
Áhugaverðar síður!
- Allir veitingastaðir á Íslandi Líttu við...
- Myspace-ið mitt.. Mæææspeis
- Nemendafélag Kvennó, Keðjan Keðjan
- Hljómsveitin mín.. For a minor reflection
Pólitík
- NýKratar nýkratar
- Vefritið Vefritið
- Orðið á Götunni Orðið á götunni
- Ungir Sjálfstæðismenn SUS
- Ungir Frjálslyndir UF
- Ungir Framsóknarmenn SUF
- Ung Vinstri Græn UVG
- Ungir Jafnaðarmenn UJ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- bjorkv
- juliaemm
- heida
- pallieinars
- magnusmar
- juliara
- agnar
- kallimatt
- annakr
- stebbifr
- sigmarg
- truno
- bryndisisfold
- kamilla
- hlynurh
- jenssigurdsson
- ingibjorgstefans
- dofri
- annapala
- fanney
- jonastryggvi
- dagga
- nykratar
- vefritid
- malacai
- agustolafur
- bennigrondal
- bergruniris
- bleikaeldingin
- egillrunar
- elvarj
- feministi
- gilsneggerz
- vefarinnmikli
- hrannarb
- id
- jonthorolafsson
- hugsadu
- killerjoe
- mist
- ottarfelix
- senorita
- sprengjuhollin
- stefanthor
- steindorgretar
- kosningar
- svenni
- steinibriem