Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Frábær sigur MK-inga!

Vá, maður hefur varla séð aðra eins keppni síðan Verzló og Borgó kepptu til úrslita 2004 og enduðu í bráðabana með sigri Verzlinga.

Ég bjóst aldrei við jafn spennandi og stigahárri keppni. Mh með 22 stig og Mk með 21 stig eftir hraðaspurningar, það þekkist varla að það gerist. Og baráttan í Mk-strákunum, ótrúlegt að ná þessu og gefast ekki upp.

Fjórfalt Húrra fyrir MK-ingum! Ég vona að þetta verði skemmtileg úrlsitakeppni hjá þeim á móti MR, þó að ég tippi á sigur MR-inga. Gæti samt orðið meira spennandi keppni en maður bjóst við áður en maður sá viðureign Mh og Mk.

- Guffi 


MR vs. MH/MK

Það var og..

Spá mín reyndist rétt. Mr með virkilega stóran sigur á móti Verzló. Ég bjóst reyndar við sigri MR en þó ekki það stórum. Verzlingar eiga þó stórt hrós skilið enda 27 stig í betra lagi og 18 stigin sem þeir fengu í hraðaspurningunum er mjög góður árangur. Það er bara ekki hægt að etja kappi við svona yfirburðarlið einsog Mr-ingar eru með. 22 stig í hraðasp. í kvöld, 21 á móti Kvennó í 2. umferð og sömu sögu að segja í 8 liða úrslitunum, með 21 stig í hraðaspurningunum.

Ég tippa á sigur MR-inga í ár, og það verða MH-ingar sem að mæta þeim. Það ætti að vera við hæfi enda mættu MH-ingar MR-ingum 4 ár í röð í úrslitum Gettu Betur, árin 1997-2000, á miðri 11 ára sigurgöngu MR-inga.

Það hefði verið skemmtileg að sjá Mr-Verzló í úrslitum en svona er þetta.

Ég óska MR-ingum til hamingju með sigurinn í kvöld, sigurinn í Gettu Betur sem þeir eiga vísan og að ég held, byrjun á sigurgöngu sem mun allaveganna verða í 3 ár, svo lengi sem Björn Reynir verður í liðinu.

Til hamingju MR!

- Guffi


mbl.is MR í úrslit Gettu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagið í nærmynd..

Í þessum töluðu orðum sit ég á kaffihúsi með tveimur félögum mínum. Nánar tiltekið á Café París á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Við erum alveg við götuhornið, austurstrætismegin með landsbankann beint á móti.

Við litum útum gluggann og ekki blasti við fögur sjón. Útigangsmaður í tuskulegum fötum að reyna að betla pening, annaðhvort fyrir einhverjum smá mat, en öllu líklegra er að hann hafi verið að reyna að skrapa saman aurum fyrir næsta skammt, eða smá bjór.

Viljum við samfélag þar sem einstaklingar þurfa að búa við þessar aðstæður? Það er eitthvað sem ég vil ekki. Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks síðustu tæp 12 ár hefur bilið milli fátækra og ríkra aukist stöðugt, skattar lækkað á hátekju og meðaltekjufólk á meðan skattleysismörk hafa minnkað hlutfallslega við aukin laun. Það gefur auga leið hvað gerist í svona þróun. Þeir ríku verða ríkari, og þeir fátæku verða fátækari.

Ef að minn draumur rætist, að vinstriflokkarnir tveir nái að mynda ríkisstjórn eftir 12. maí þá trúi ég því að með tímanum muni útigangsmaðurinn sem að er hér fyrir utan að skrapa saman aurum, muni ekki þurfa að gera það öllu lengur. Ég vil byggja samfélag þar sem allir hafi jöfn tækifæri og ef að menn misstíga sig, einsog maðurinn umræddi hefur væntanlega gert, sé nægilega sterkt félagsþjónustukerfi hér í landi til að hjálpa fólki svo að það endi ekki á götuhorni og eigi ekki fyrir pylsu meðan aðrir geta hámað í sig kræsingar á sama tíma. Í slíku samfélagi vil ég ekki búa í.

Kjósum réttlátt þjóðfélag þann 12. maí.

- Guffi


Aðalfundur UJR + 7 ára afmæli UJ

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík verður haldin að Hallveigarstíg 1 á morgun og byrjar fundurinn kl. 16:00. Fundarstjóri verður Dagur B. Eggertsson og Ingibjörg Sólrún og Össur oddvitar flytja baráttuerindi í upphafi fundar.

Ég mun gefa kost á mér í embætti varaformanns á fundinum og vona að ég fái stuðning í það. Hvet sem flesta til að mæta á fundinn fyrir líflegar stjórnmálaumræður og góð ræðuhöld, enda ekki við öðru að búast frá Ingibjörgu og Össuri.

Svo um kvöldið byrjar afmælisveisla Ungra Jafnaðarmanna í tilefni af 7 ára afmæli hreyfingarinnar. Læt hér fylgja með auglýsingu fyrir afmælið! Láttu sjá þig!

Afmæli UJ
- Guffi


Búið spil

Var að horfa á Gettu betur meðan ég var í útsendingu hérna uppá rúv áðan. Að mínu mati er þetta búið spil, MR vinna keppnina.

Ég sagði það sama þegar þeir unnu okkur í Kvennó og fengu þá líka 21 stig í hraðaspurningum. Þessir strákar eru svo langt á undan öllum hinum liðunum og einsog Sigmar sagði, þeir eru einsog vélar í hraðaspurningunum. Og vá! Að vinna með 38 stigum á móti 17. Það gerist varla betra...

Ef að það er einhver skóli sem á sjéns í MR eru það Verslingarnir en líkurnar á því að Versló vinni MR eru hverfandi held ég.

Ég tippa á sigur MR í ár og að þeir vinni allaveganna næstu 2 ár á eftir. Stend og fell með þessum spádómi!

- Guffi


mbl.is MR sigraði MS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er öll vitleysan eins..

Ég spyr mig, hvar endar þetta? Ætlum við nú að taka síðustu styrkina til Palestínu af þeim í ótta við að háskólar þeirra ala upp hryðjuverkamenn???? Sem betur fer er þessi blessaði Sean McCormack með einhverju viti og segir ekkert hæft í þessu. Ef að það eru einhverjir sem eru að framleiða hryðjuverkamenn á þessum landskika eru það Ísraelsmenn sjálfir með sínu framferði.

Ættum við líka að gera eitthvað svipað með háskólanám í Ísrael í ótta við að þeir ali af sér ofur-síonista líkt og Sharon og Ehud Olmert. Það eru nú líka stórhættulegri náungar, mun hættulegri en nokkurntíman einhverjir blessaðir hryðjuverkamenn með ekkert að vopni nema steina og reiði vegna stanslausrar kúgunar innan aðskilnaðarmúrsins. Eigum við ekki líka að loka Yale University? Sjálfur George W. Bush stundaði sögunám þar. Eitthvað hlýtur þetta sögunám að hafa farið illa í hann, einsog flestir ættu að sjá. Að mínu mati mesti hryðjuverkamaður nútímans, og var vel liðinn af Dabba og Dóra þrátt fyrir það.

 

Svindlum, svælum, kúgum og fælum

svörtu sauðina langt í frá.

Blásum svo bévítans Ramallah Aröbum

burt, líkt og þeir séu agnarsmátt strá.

 

Þó að lygilegt sé er þetta því miður raunin í Palestínu og Ísrael.

- Guffi 

 


mbl.is Segja styrki til palestínskra stúdenta ekki samsvara stuðningi við hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþæginlegur sannleikur

Ég fór á sunnudag í Samfylkingar-bíó á myndina An Inconvenient Truth eftir Al Gore.

Alveg hreint ótrúlega góð mynd. Hann setur þessar staðreyndir fram á ótrúlega góðan, myndrænan hátt án þess að blanda of mikið af jarðfræði og umhverfisfræði inní þetta því jú, ef að myndin hefði verið full af efna- og eðlisfræðijöfnum hefði maður fljótt sofnað.

Hann blandaði því líka mjög smekklega inní myndina, sinni ævi, hvernig og hvar hann ólst upp og hans baráttu fyrir umhverfismálum. Samt hefði mátt hafa aðeins minna af dramantískum senum í myndinni sem urðu stundum smá ýktar.

Í heildina frábær mynd sem snertir mann og fær mann til að hugsa. Mæli með því að allir sem ekki hafa séð myndina GANGI eða fari HJÓLANDI útá vídjóleigu og leigi myndina.

Umhverfiskveðjur,

Guffi 


Kvæði frá Júlíu

Varð að fá að birta þetta frábæra ljóð sem að Júlía Margrét Einarsdóttir samdi um veikindi mín, að hennar sögn í frönskutíma. Ég veit ekki hvort að þessi bloggsíða stefni í eintóman ljóðavef en hvað er svosum að því? Hér kemur ljóðið:

Kveinar núna guffi knár,
kappinn hann er veikur
læst hann vera lasinn sár
um líf sitt orðinn smeykur


Algjör snilld þetta ljóð hennar Júlíu :)

Nú er ég haldin á vit netskákarinnar sem ég stunda ólmur í þessari flensu.

- Guffi 


Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband