Leita í fréttum mbl.is

En um hinn falda Árna

Það er aldeilis að mér finnst gaman að skrifa um vin okkar, Árna Johnsen. Maður gat ekki annað en rekið augun í að á baksíðu Blaðsins í gær var auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum í suðri þar sem þeir voru að kynna stefnu sína í tvöföldun Reykjanesvegs. Þar var frambjóðendum flokksins styllt pent upp, en einn vantaði! Árna nokkurn Joð. Hinn Árni brosti breitt, Eyþór ölvaði var á sínum stað og nokkrir í viðbót en hvergi sést í Árna Johnsen.

Hvað er málið? Glæpamaður og fyrrverandi fangi skipar 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokk í suðri, þeir fela hann nægilega vel og fólk gleymir því hreinlega að það sé að kjósa þennan mann inná þing! Í könnun Capacent Gallup 22. maí er Sjálfstæðisflokkurinn með 40,9%! Ég trúi því ekki að þeir nái að fela Árna og tapa engu á því að vera með þennan mann á lista hjá sér. Þið Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sem lesið þetta, ég bið ykkur, hugsið málið! Viljið þið í alvöru hafa glæpamann sem ykkar fulltrúa á þingi?

Kv,

Guffi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband