Leita í fréttum mbl.is

Það er aldeilis, stefnir í klofning?

Það kemur mér mikið á óvart hversu lítil kjörsókn var á þennan félagsfund Framtíðarlandsins, 7% kjörsókn.

Þrátt fyrir þessa litlu kjörsókn hef ég aðeins verið að velta þessu fyrir mér... Tæp 50% þeirra sem kjósa vilja framboð, sem þýðir það að örugglega yfir 30-40% þessara 2.700 vilja fara í framboð. Kæmi það einhverjum á óvart ef að þeir með vilja til að bjóða fram, geri það þrátt fyrir niðurstöðu kvöldsins, nema undir öðrum formerkjum?

Hvað haldið þið?

Þó er ég smá hræddur við svona framboð, það gæti vel verið að þeir myndu fá eitthvað fylgi en þó ekki ná manni inn í neinu kjördæmi, sem þýðir það að mikið fylgi mundi dautt liggja og það væntanlega bitna á okkur vinstriflokkum, ekki gott það.

Annars hafa síðustu dagar verið ansi rólegir hjá mér, Tjarnardagar í gangi í Kvennó í kringum árshátíðina og skóli fellur niður. Ég fór í keilu og Bláa Lónið í dag og í jöklaferð á Sólheimajökul á þriðjudag og á morgun er svo árshátíðin, svo má ekki gleyma - úrslitum í Háskólakosningunum!! x-Röskva Smile

Baráttukveðja,

Guffi


mbl.is Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband