Leita í fréttum mbl.is

Málþingið.. + háskólakosningar

Var að koma heim af Málþingi um réttindi ungmenna þar sem meðal annars voru rædd mál varðandi áfengiskaupsaldur, bílprófsaldur, kosningaaldur og trúmál. Umræðurnar voru kannski ekki jafn heitar og maður bjóst við en fínt engu að síður.. Ég fékk nokkur skot á mig því að ég sagði að fermingaraldurinn væri fínn en náði þó að svara fyrir mig, þannig að það fór allt saman vel.

Fréttastofa rúv kom og var gagnrýnd fyrir að trufla málþingið, þó að það truflaði mig lítið. Við fengum öll einhverjar 15 sec. í fréttatímanum á mann og mér tókst einhvernvegin að klúðra að setja nokkur orð saman í góða setningu, gengur bara betur næst.

Fulltrúar hinna flokkana voru fannst mér samt einblína alltof mikið á það að það þyrfti að auka fræðslu til barna um réttindi þeirra og skyldur. Að sjálfsögðu eru allir sammála um það en lítið kom útúr fulltrúunum hvað þeir vildu gera varðandi aldursmörkin með áfengiskaup, bílpróf og kosningar.

Var líka mikil kátína þegar fulltrúi Frjálslyndra sagðist vera á móti félagsmiðstöðvum, en það er annað mál. 

Kíkti svo með Magga eftir fundinn í Aðalstrætið í miðstöðina hjá Röskvu, og VÁÁÁ.. stemmarinn var rosalegur.. allir að hringja, allir að öskra og alvöru baráttuandi í fólki. Fyrir þá sem ekki vita þá er kosið í Stúdentaráð á miðvikudag og fimmtudag og hvet ég alla til að kjósa Röskvu, eina vitið! Viva Röskva.. vonum að þau merji þetta..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst frábært að krakkarnir móbíliseri sig og blandi sé í umræðuna um framtíð sína. Þeir eiga jú að taka við vitleysunni.  Mér finnst það þó ekki gott viðhorf að benda á að hið opinbera eigi að sjá um fræðslu og uppörvun. Eiginlega út í hött að kenna einhverju slíku um.

Þið eigið að kíkja í kringum ykkur, spyrja spurninga og temja ykkur gagnrýnin viðhorf og gleypa ekki allt hrátt, sem fjölmiðlar og uppalendur fullyrða. Það eru margir fletir á öllum málum og öll umræða er hluti af miklu stærra samhengi hlutanna. Þið hafið vald á netinu og heimurinn er því við fingurgómana....haldið bara áfram að vera forvitin.

Kíktu á bloggið mitt. Það gæti t.d. opnað einhverjar víddir.

Haldið áfram þessu góða framtaki. Í kjaftavaðlinum liggur sannleikurinn. Þegar búið er að tala nóg þá situr hann einn eftir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 01:51

2 Smámynd: Júlía Margrét Einarsdóttir

vááá ég er að fíla þetta nýja lúkk! Og takk fyrir gott gærkvöld! Niður með félagsmiðstöðvar..

Júlía Margrét Einarsdóttir, 6.2.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband