Færsluflokkur: Bloggar
18.4.2007 | 02:21
Flott mál - ein pæling
Ég er auðvitað lítill flutningaskipasérfræðingur ... en..
Fyrst að Wilson Muuga er komið til hafnar, er ekki hægt að setja það í slipp, eða flytja það annað í slipp og laga það? Þeir hafa veirð að pæla í að selja skipið sem brotajárn og fá einhverjar milljónir fyrir það - en er ekki hægt að fá miklu miklu miklu meira fyrir svona stórt skip ef það er lagfært?
Hvað segja skipasérfræðingar? Er það ómögulegt, tala ég eintóma steypu?
- Guffi ekki-skipasérfræðingur
Wilson Muuga í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2007 | 19:05
Frábær sigur MK-inga!
Vá, maður hefur varla séð aðra eins keppni síðan Verzló og Borgó kepptu til úrslita 2004 og enduðu í bráðabana með sigri Verzlinga.
Ég bjóst aldrei við jafn spennandi og stigahárri keppni. Mh með 22 stig og Mk með 21 stig eftir hraðaspurningar, það þekkist varla að það gerist. Og baráttan í Mk-strákunum, ótrúlegt að ná þessu og gefast ekki upp.
Fjórfalt Húrra fyrir MK-ingum! Ég vona að þetta verði skemmtileg úrlsitakeppni hjá þeim á móti MR, þó að ég tippi á sigur MR-inga. Gæti samt orðið meira spennandi keppni en maður bjóst við áður en maður sá viðureign Mh og Mk.
- Guffi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2007 | 21:12
MR vs. MH/MK
Það var og..
Spá mín reyndist rétt. Mr með virkilega stóran sigur á móti Verzló. Ég bjóst reyndar við sigri MR en þó ekki það stórum. Verzlingar eiga þó stórt hrós skilið enda 27 stig í betra lagi og 18 stigin sem þeir fengu í hraðaspurningunum er mjög góður árangur. Það er bara ekki hægt að etja kappi við svona yfirburðarlið einsog Mr-ingar eru með. 22 stig í hraðasp. í kvöld, 21 á móti Kvennó í 2. umferð og sömu sögu að segja í 8 liða úrslitunum, með 21 stig í hraðaspurningunum.
Ég tippa á sigur MR-inga í ár, og það verða MH-ingar sem að mæta þeim. Það ætti að vera við hæfi enda mættu MH-ingar MR-ingum 4 ár í röð í úrslitum Gettu Betur, árin 1997-2000, á miðri 11 ára sigurgöngu MR-inga.
Það hefði verið skemmtileg að sjá Mr-Verzló í úrslitum en svona er þetta.
Ég óska MR-ingum til hamingju með sigurinn í kvöld, sigurinn í Gettu Betur sem þeir eiga vísan og að ég held, byrjun á sigurgöngu sem mun allaveganna verða í 3 ár, svo lengi sem Björn Reynir verður í liðinu.
Til hamingju MR!
- Guffi
MR í úrslit Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2007 | 11:33
Samfélagið í nærmynd..
Í þessum töluðu orðum sit ég á kaffihúsi með tveimur félögum mínum. Nánar tiltekið á Café París á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Við erum alveg við götuhornið, austurstrætismegin með landsbankann beint á móti.
Við litum útum gluggann og ekki blasti við fögur sjón. Útigangsmaður í tuskulegum fötum að reyna að betla pening, annaðhvort fyrir einhverjum smá mat, en öllu líklegra er að hann hafi verið að reyna að skrapa saman aurum fyrir næsta skammt, eða smá bjór.
Viljum við samfélag þar sem einstaklingar þurfa að búa við þessar aðstæður? Það er eitthvað sem ég vil ekki. Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks síðustu tæp 12 ár hefur bilið milli fátækra og ríkra aukist stöðugt, skattar lækkað á hátekju og meðaltekjufólk á meðan skattleysismörk hafa minnkað hlutfallslega við aukin laun. Það gefur auga leið hvað gerist í svona þróun. Þeir ríku verða ríkari, og þeir fátæku verða fátækari.
Ef að minn draumur rætist, að vinstriflokkarnir tveir nái að mynda ríkisstjórn eftir 12. maí þá trúi ég því að með tímanum muni útigangsmaðurinn sem að er hér fyrir utan að skrapa saman aurum, muni ekki þurfa að gera það öllu lengur. Ég vil byggja samfélag þar sem allir hafi jöfn tækifæri og ef að menn misstíga sig, einsog maðurinn umræddi hefur væntanlega gert, sé nægilega sterkt félagsþjónustukerfi hér í landi til að hjálpa fólki svo að það endi ekki á götuhorni og eigi ekki fyrir pylsu meðan aðrir geta hámað í sig kræsingar á sama tíma. Í slíku samfélagi vil ég ekki búa í.
Kjósum réttlátt þjóðfélag þann 12. maí.
- Guffi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 22:32
Aðalfundur UJR + 7 ára afmæli UJ
Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík verður haldin að Hallveigarstíg 1 á morgun og byrjar fundurinn kl. 16:00. Fundarstjóri verður Dagur B. Eggertsson og Ingibjörg Sólrún og Össur oddvitar flytja baráttuerindi í upphafi fundar.
Ég mun gefa kost á mér í embætti varaformanns á fundinum og vona að ég fái stuðning í það. Hvet sem flesta til að mæta á fundinn fyrir líflegar stjórnmálaumræður og góð ræðuhöld, enda ekki við öðru að búast frá Ingibjörgu og Össuri.
Svo um kvöldið byrjar afmælisveisla Ungra Jafnaðarmanna í tilefni af 7 ára afmæli hreyfingarinnar. Læt hér fylgja með auglýsingu fyrir afmælið! Láttu sjá þig!
- Guffi
Bloggar | Breytt 10.3.2007 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 22:26
Búið spil
Var að horfa á Gettu betur meðan ég var í útsendingu hérna uppá rúv áðan. Að mínu mati er þetta búið spil, MR vinna keppnina.
Ég sagði það sama þegar þeir unnu okkur í Kvennó og fengu þá líka 21 stig í hraðaspurningum. Þessir strákar eru svo langt á undan öllum hinum liðunum og einsog Sigmar sagði, þeir eru einsog vélar í hraðaspurningunum. Og vá! Að vinna með 38 stigum á móti 17. Það gerist varla betra...
Ef að það er einhver skóli sem á sjéns í MR eru það Verslingarnir en líkurnar á því að Versló vinni MR eru hverfandi held ég.
Ég tippa á sigur MR í ár og að þeir vinni allaveganna næstu 2 ár á eftir. Stend og fell með þessum spádómi!
- Guffi
MR sigraði MS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2007 | 18:15
Ætti maður að taka upp skírlífi 30 ára?
Æi ég veit það ekki.. Á maður ekki frekar að sætta sig við þessi 80 ár að meðaltali og lifa eðlilegu lífi?
Ég rek augun í það að tóbak freysti hans meira en kynlíf, fyndið það.
- Guffi
Langlífur vegna skírlífis? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 22:09
Hvað með Ólafsvöku?
Ég hélt að Ólafsvaka, eitt þekktasta fyllerí norður-atlandshafsins myndi hífa töluna eitthvað upp. Jæja, engu að síður gott að færeyjingar séu svona prúðir.
Skemmtilegt að sjá að við Íslendingar séum í 197. sæti af 214 löndum. Það þýðir að við "högum okkur betur" en 90% þjóða í heiminum. Þó vil ég draga þá tölu í efa, ef sérstaklega yrði tekin fyrir hegðun Íslendinga undir áhrifum áfengis.
- Guffi
Færeyingar haga sér manna best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2007 | 00:51
Sigurlisti undir stjórn sterkasta leiðtogans, og meira en það!
Á þessum lista er að finna ALLT!
Eldri borgara, ungt fólk, fólk til vinstri, fólk til hægri og síðast en ekki síst tvo af öflugustu stjórnmálamönnum Íslands; gamli allaballinn, Össur Skarphéðinsson og....
... Eina konan sem að hefur möguleika á að verða fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann, einn af sterkustu leiðtogum íslenskra stjórnmála ef ekki sá sterkasti, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Hættum að fara með þessar leiðinlegu tuggur sem ekkert er að marka, að Ingibjörg sé ekki nógu sterkur leiðtogi, hún nöldri bara og geri ekkert að viti. Sannleikurinn er sá að hún er eini leiðtogi stjórnmálaflokks á Íslandi síðasta hálfa árið eða svo sem að hefur talað um stefnumál! Ekki heyrir maður mikið frá Geir, Jóni eða Guðjóni Arnari (að undanskildu skítkasti yfir flokksfélaga, sem hafa síðan gengið úr flokknum).
Steingrímur J. stendur sig með prýði einsog alltaf og allt mjög gott sem að hann heldur fram, en það þýðir það ekki að Ingibjörg Sólrún hefur staðið sterkust með sínum málefnum og stefnumálum flokks síns af öllum leiðtogunum. Sumir vilja kalla þetta nöldur en ég segi þetta vera dæmi um sterkan leiðtoga.
Ingibjörg hefur sýnt það og sannað að hún gefst ekki upp þó á móti blási. Þrátt fyrir ungan aldur man ég eftir því þegar að Ingibjörg setti höfuðið undir fallöxina þegar hún setti sjálfa sig í 8. sæti R-listans, eitthvað sem að fáir myndu þora. Hún uppskar þó sem sáði því að R-listinn bætti við sig manni í Reykjavík, Ingibjörg náði inn og hélt borginni.
Ég fann eina skemmtilega mynd frá 25. maí það ár þar sem Ingibjörg Sólrún sést í Ráðhúsinu þegar fyrstu tölur voru birtar og Björn Bjarnason sést fyrir aftan, ekki sá hamingjusamasti á svip.
Svo að ég hverfi aðeins aftur til listans sem að samþykktur í kvöld, við fengum ekki bara tölvunörda með okkur til liðs heldur meira að segja einn viðskiptamenntaðan frambjóðanda, G. Ágúst Pétursson, viðskiptaráðgjafa. Það verður einhver að fylgjast með okkur vinstrimönnum. Við kunnum jú ekkert með peninga að fara, ekki satt?
- Guffi
Listar Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum einróma samþykktir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2007 | 00:45
Ekki-fréttir í tísku!
Ég bið ykkur fyrirfram að afsaka orðbragðið mitt...
... en hverjum er ekki SKÍTSAMA???
Mundi það koma í fréttir ef að ég myndi djamma af mér rassagatið einhverja helgina, raka af mér hárið og fá mér tattoo? Nei, ef til vill myndu flestir vinir mínir hlæja að mér og finnast þetta hálf fáránlegt en öllum væri samt skítsama (nema kannski foreldrum manns).
Afhverju á það að vera meira fréttaefni ef einhver poppsöngkona gerir þetta eða ef ég gerði þetta? Að minnsta kosti hef ég engan áhuga á djamm-vitleysis-fréttum af frægu fólki, takk fyrir.
Það þarf örugglega slatta til þess að fréttamiðlar á íslandi hætti að flytja svona ekki-fréttir en getum við ekki bara látið þá ótal erlendu miðla sjá um þetta? Það er ekki mikið mál að nálgast fréttir af frægu fólki á netinu, auðveldara en flest annað.
Ég vil miklu frekar fá gömlu góðu Ekki-fréttirnar aftur á Rás 2.. það var eitthvað sem að maður hafði gaman að.
- Guffi
Britney Spears farin í meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Bloggarar
- Sunna sunna
- Nína úr Kvennó og co. snúgg
- Hildur og fleiri stelpur úr Kvennó.. les tartes
- Heiða Trúbador Heiða
Áhugaverðar síður!
- Allir veitingastaðir á Íslandi Líttu við...
- Myspace-ið mitt.. Mæææspeis
- Nemendafélag Kvennó, Keðjan Keðjan
- Hljómsveitin mín.. For a minor reflection
Pólitík
- NýKratar nýkratar
- Vefritið Vefritið
- Orðið á Götunni Orðið á götunni
- Ungir Sjálfstæðismenn SUS
- Ungir Frjálslyndir UF
- Ungir Framsóknarmenn SUF
- Ung Vinstri Græn UVG
- Ungir Jafnaðarmenn UJ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- bjorkv
- juliaemm
- heida
- pallieinars
- magnusmar
- juliara
- agnar
- kallimatt
- annakr
- stebbifr
- sigmarg
- truno
- bryndisisfold
- kamilla
- hlynurh
- jenssigurdsson
- ingibjorgstefans
- dofri
- annapala
- fanney
- jonastryggvi
- dagga
- nykratar
- vefritid
- malacai
- agustolafur
- bennigrondal
- bergruniris
- bleikaeldingin
- egillrunar
- elvarj
- feministi
- gilsneggerz
- vefarinnmikli
- hrannarb
- id
- jonthorolafsson
- hugsadu
- killerjoe
- mist
- ottarfelix
- senorita
- sprengjuhollin
- stefanthor
- steindorgretar
- kosningar
- svenni
- steinibriem