Leita í fréttum mbl.is

Flott mál - ein pæling

Ég er auðvitað lítill flutningaskipasérfræðingur ... en..

Fyrst að Wilson Muuga er komið til hafnar, er ekki hægt að setja það í slipp, eða flytja það annað í slipp og laga það? Þeir hafa veirð að pæla í að selja skipið sem brotajárn og fá einhverjar milljónir fyrir það - en er ekki hægt að fá miklu miklu miklu meira fyrir svona stórt skip ef það er lagfært?

Hvað segja skipasérfræðingar? Er það ómögulegt, tala ég eintóma steypu?

- Guffi ekki-skipasérfræðingur 


mbl.is Wilson Muuga í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Björnsson

Ætli þetta snúist ekki um tryggingamál. Útgerðin hefur sjálfsagt gert einhverjar hrókeringar og skipið trúlega afskráð sem kaupskip og þá er sennilegt að það borgi sig ekki að gera við það og endurskrá. Hins vegar skemmast skip ákaflega mikið þótt okkur leikmönnunum sýnist annað. Allt burðarvirki er að öllum líkindum ónýtt eftir að hafa skekist þarna í fjörunni.

Sigurpáll Björnsson, 18.4.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband