23.1.2008 | 02:04
Einn stór brandari - gef þessu 3 mánuði
Ég veit varla hvað skal segja um atburði gærdagsins. Í mínum augum er þetta allt einn stór brandari.
Til að byrja með velti ég því fyrir mér hvað Ólafur sé að spá? Heldur hann að stjórnmál séu bara einhver sandkassaleikur?
Eftir því sem maður heyrir slítur hann meirihlutasamstarfi fyrirvaralaust, án þess að tjá sig sérstaklega við hina oddvitana um að hann sé ósáttur við að koma ekki nægilega miklu af stefnumálum F-listans áfram. Ég geri þá kröfu við Ólaf að reyna fyrst eftir fremsta megni að ræða málin við oddvita Samfylkingar, VG og Framsóknar áður en hann fer í svona skrípaleik.
Gerir hann ser ekki grein fyrir þeim kostnaði sem það hefur í för með sér að vera sískiptandi um borgarstjóra? Sem dæmi á Dagur inni 3 mánuði í biðlaun, þegar Ólafur hættir sem borgarstjóri (ef samstarfið endist) mun hann eiga inni 6 mánuði í biðlaun, Villi er nú þegar á biðlaunum í 6 mánuði og mun síðan vinna sér inn aðra 6 þegar kemur að kosningum aftur. Væri ekki betra að eyða þessum fjármunum sem fara í biðlaun útaf svona vitleysu í að borga fólki mannsæmandi laun fyrir ummönnunarstörf og á leikskólum og í grunnskólum? Og nú er ég bara að tala um þá fjármuni sem fara fyrir bý.
Það er líka fyrir neðan allar hellur að koma svona fram við samstarfsaðila sína. Meirihlutinn sem hefur aðeins fengið 3 mánuði til að starfa er aðvitað með fullt af málum í vinnslu og verður að hætta með vinnslu þeirra, þar sem Óli tekur öll völd af þeim á einu bretti. - og fyrir hvað? Borgarstjórastólinn og ekki söguna meir?
Ólafur stendur einn að þessu meirihlutasamstarfi í aðalatriðum. Hvorki Margrét Sverris né Guðrún Ásmunds styðja hann. Hvað ætlar hann að gera þegar hann þarf að víkja af borgarstjórnarfundi og Margrét tekur hans sæti? Ég sé ekki hvernig dæmið gegnur upp í huga Ólafs.
Einnig veltir maður því fyrir sér hvað Sjallarnir eru að pæla? Hvaða snillingur ætlar að reyna að ljúga því að mér að þeiri vilji hafa flugvöllinn í Vatnsmýri til "langrar framtíðar" einsog Óli orðar það. Það þarf líka álíka snilling til að ljúga því að mér að þeir vilji varðveita 19. aldar götumynd í miðborginni. Voðalega eru þeir fljótir að breyta um stefnu, svoldið einsog bilaður áttaviti. Ég á mjög erfitt með að trúa því að allir innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðisflokksins séu á eitt sáttir í þessum málum, svo vægt sé til orða tekið.
Ég hvet alla borgarbúa til þess að mótmæla þessum nýja meirihluta og skrifa undir þennan lista sem er ætlaður þeim Vilhjálmi og Ólafi.
http://www.petitiononline.com/nogbodid/
Árni nokkur Sigfússon, fyrrv. borgarstjóri Reykjavíkur var í því embætti í tæpa 3 mánuði. Ég ætla að giska á að Ólafur F. Magnússon bæti það met sem Árni á, að vera sá sem á stystan feril sem borgarstjóri.
Að lokum vil ég benda á frábæran pistil Víðsjár á Rás 1 kl. 17 í dag (22.) um meirihlutaskiptin og Ólaf Ffffff.
- Guffi
Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Sunna sunna
- Nína úr Kvennó og co. snúgg
- Hildur og fleiri stelpur úr Kvennó.. les tartes
- Heiða Trúbador Heiða
Áhugaverðar síður!
- Allir veitingastaðir á Íslandi Líttu við...
- Myspace-ið mitt.. Mæææspeis
- Nemendafélag Kvennó, Keðjan Keðjan
- Hljómsveitin mín.. For a minor reflection
Pólitík
- NýKratar nýkratar
- Vefritið Vefritið
- Orðið á Götunni Orðið á götunni
- Ungir Sjálfstæðismenn SUS
- Ungir Frjálslyndir UF
- Ungir Framsóknarmenn SUF
- Ung Vinstri Græn UVG
- Ungir Jafnaðarmenn UJ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- bjorkv
- juliaemm
- heida
- pallieinars
- magnusmar
- juliara
- agnar
- kallimatt
- annakr
- stebbifr
- sigmarg
- truno
- bryndisisfold
- kamilla
- hlynurh
- jenssigurdsson
- ingibjorgstefans
- dofri
- annapala
- fanney
- jonastryggvi
- dagga
- nykratar
- vefritid
- malacai
- agustolafur
- bennigrondal
- bergruniris
- bleikaeldingin
- egillrunar
- elvarj
- feministi
- gilsneggerz
- vefarinnmikli
- hrannarb
- id
- jonthorolafsson
- hugsadu
- killerjoe
- mist
- ottarfelix
- senorita
- sprengjuhollin
- stefanthor
- steindorgretar
- kosningar
- svenni
- steinibriem
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.