Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að þessum fatakaupum?

Að mínu mati, ekkert!

Sama hvort að um er að ræða styrki einsog Björn Ingi heldur fram eða að Framsóknarflokkurinn borgi úr eigin vasa.

Hvað er að því að keypt séu föt fyrir efstu frambjóðendur flokka? Frambjóðendur (og þá sérstaklega oddvitar) eru á ferð og flugi útum allar trissur allt uppí 2-3 mánuði fyrir kosningar og eru andlit flokksins í sjónvarpsviðtölum, kappræðum og á fundum. Er það ekki eðlilegt í því ljósi að föt séu keypt fyrir oddvita flokka, einsog auglýsingar eru keyptar í blöðum og sjónvarpi? Að sjálfsögðu skiptir það miklu máli fyrir flokka að oddvitar þeirra séu vel til hafðir og komi vel fram.

Að mínu mati er þessi umræða leiðinleg fyrir Björn Inga og skil ég lítið í blammeringum Guðjóns Ólafs útí flokksfélaga sinn.

- Guffi


mbl.is Keyptu föt fyrir tæpa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Ég er mjög ósammála þér.  Hvernig dirfast þessir háttvirtu menn að eyða þessari upphæð í fatnað á sjálfa sig á meðan aðrir hafa það virkilega skítt í þjóðfélaginu af þeirra völdum.  Hvernig væri að bæta fyrst upp hag þeirra sem minnst hafa og huga svo að svona óþarfa.  Af hverju þurfa þeir að vera betur til hafðir en aðrir þjóðfélagsþegnar.  Eru þeir eitthvað meiri menn en hver annar?  Geta þeir ekki verslað ágætis föt í Hagkaup eða Bónus einsog þeir vilja að þeir lægst settu sætti sig við.  Af hverju verða þeir að hafa það svona mikið betra og flottara.  Eru fötin eitthvað betri ef þau eru mörg hundruð þúsund króna virði? 

Emma Vilhjálmsdóttir, 23.1.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Takk fyrir athugasemdina Emma.

Ég skil þitt álit þitt mætavel. Að sjálfsögðu á það að koma fyrst á undan öllu öðru að bæta upp hag þeirra sem minnst hafa og huga svo að öðrum hlutum. Að mínu mati á það að vera númer 1, 2 og 3 á verkefnalista allra stjórnmálamanna. 

Hvað varðar spurninguna um það afhverju stjórnmálamenn þurfa að vera betur til hafði en aðrir þjóðfélagsþegnar finnst mér erfitt að svara. Ég skal ekki segja til um það hvenær eða afhverju sú hefð hefur skapast að stjórnmálamenn klæði sig uppí "fín föt". Engu að síður er það hefð sem við þurfum að lifa við og ég ætla ekki að leggja þá ábyrgð á Björn Inga eða aðra stjórnmálamenn, í framsókn eður ei, að breyta þeirri hefð.

Ég persónulega sé ekki mikinn mun á því að kaupa föt fyrir frambjóðendur, þá sérstaklega oddvita, til að þeir komi vel fram og að kaupa auglýsingu í blaði. Hvort tveggja er til þess að bæta ásýnd flokksins og auglýsa hann. Frambjóðandinn sem slíkur á fundum, í viðtölum og í kappræðum svo einhver dæmi séu nefnd er ekki með minna auglýsingagildi en auglýsing í mogganum eða öðrum miðlum. Ef að þú ert ekki á móti auglýsingum stjórnmálaflokka finnst mér þá erfitt að vera á móti því að oddvitar séu vel til hafðir á fundum.

Hvað varðar það hvort að oddvitar séu dressaðir upp í Hugo Boss eða Concord jakkaföt þá finnst mér það ekki vera aðal-málið. Þetta er spurning um að þeir komi vel fram fyrir sinn flokk. En jú, fötin verða betri ef að þau eru dýrari, segir það sig ekki sjálft? 

Jæja, nóg komið í bili. 

Guðfinnur Sveinsson, 23.1.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband