16.3.2007 | 11:33
Samfélagið í nærmynd..
Í þessum töluðu orðum sit ég á kaffihúsi með tveimur félögum mínum. Nánar tiltekið á Café París á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Við erum alveg við götuhornið, austurstrætismegin með landsbankann beint á móti.
Við litum útum gluggann og ekki blasti við fögur sjón. Útigangsmaður í tuskulegum fötum að reyna að betla pening, annaðhvort fyrir einhverjum smá mat, en öllu líklegra er að hann hafi verið að reyna að skrapa saman aurum fyrir næsta skammt, eða smá bjór.
Viljum við samfélag þar sem einstaklingar þurfa að búa við þessar aðstæður? Það er eitthvað sem ég vil ekki. Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks síðustu tæp 12 ár hefur bilið milli fátækra og ríkra aukist stöðugt, skattar lækkað á hátekju og meðaltekjufólk á meðan skattleysismörk hafa minnkað hlutfallslega við aukin laun. Það gefur auga leið hvað gerist í svona þróun. Þeir ríku verða ríkari, og þeir fátæku verða fátækari.
Ef að minn draumur rætist, að vinstriflokkarnir tveir nái að mynda ríkisstjórn eftir 12. maí þá trúi ég því að með tímanum muni útigangsmaðurinn sem að er hér fyrir utan að skrapa saman aurum, muni ekki þurfa að gera það öllu lengur. Ég vil byggja samfélag þar sem allir hafi jöfn tækifæri og ef að menn misstíga sig, einsog maðurinn umræddi hefur væntanlega gert, sé nægilega sterkt félagsþjónustukerfi hér í landi til að hjálpa fólki svo að það endi ekki á götuhorni og eigi ekki fyrir pylsu meðan aðrir geta hámað í sig kræsingar á sama tíma. Í slíku samfélagi vil ég ekki búa í.
Kjósum réttlátt þjóðfélag þann 12. maí.
- Guffi
Tenglar
Bloggarar
- Sunna sunna
- Nína úr Kvennó og co. snúgg
- Hildur og fleiri stelpur úr Kvennó.. les tartes
- Heiða Trúbador Heiða
Áhugaverðar síður!
- Allir veitingastaðir á Íslandi Líttu við...
- Myspace-ið mitt.. Mæææspeis
- Nemendafélag Kvennó, Keðjan Keðjan
- Hljómsveitin mín.. For a minor reflection
Pólitík
- NýKratar nýkratar
- Vefritið Vefritið
- Orðið á Götunni Orðið á götunni
- Ungir Sjálfstæðismenn SUS
- Ungir Frjálslyndir UF
- Ungir Framsóknarmenn SUF
- Ung Vinstri Græn UVG
- Ungir Jafnaðarmenn UJ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 754
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- bjorkv
- juliaemm
- heida
- pallieinars
- magnusmar
- juliara
- agnar
- kallimatt
- annakr
- stebbifr
- sigmarg
- truno
- bryndisisfold
- kamilla
- hlynurh
- jenssigurdsson
- ingibjorgstefans
- dofri
- annapala
- fanney
- jonastryggvi
- dagga
- nykratar
- vefritid
- malacai
- agustolafur
- bennigrondal
- bergruniris
- bleikaeldingin
- egillrunar
- elvarj
- feministi
- gilsneggerz
- vefarinnmikli
- hrannarb
- id
- jonthorolafsson
- hugsadu
- killerjoe
- mist
- ottarfelix
- senorita
- sprengjuhollin
- stefanthor
- steindorgretar
- kosningar
- svenni
- steinibriem
Athugasemdir
Það ætla ég svo sannarlega að gera og skora hér með á lesendur Guffabloggs að gjöra slíkt hið sama.
Gleðilegan flöskudag!
Magnús Már Guðmundsson, 16.3.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.