Leita í fréttum mbl.is

Ekki-fréttir í tísku!

Ég bið ykkur fyrirfram að afsaka orðbragðið mitt...

... en hverjum er ekki SKÍTSAMA???

Mundi það koma í fréttir ef að ég myndi djamma af mér rassagatið einhverja helgina, raka af mér hárið og fá mér tattoo? Nei, ef til vill myndu flestir vinir mínir hlæja að mér og finnast þetta hálf fáránlegt en öllum væri samt skítsama (nema kannski foreldrum manns).

Afhverju á það að vera meira fréttaefni ef einhver poppsöngkona gerir þetta eða ef ég gerði þetta? Að minnsta kosti hef ég engan áhuga á djamm-vitleysis-fréttum af frægu fólki, takk fyrir.

Það þarf örugglega slatta til þess að fréttamiðlar á íslandi hætti að flytja svona ekki-fréttir en getum við ekki bara látið þá ótal erlendu miðla sjá um þetta? Það er ekki mikið mál að nálgast fréttir af frægu fólki á netinu, auðveldara en flest annað.

Ég vil miklu frekar fá gömlu góðu Ekki-fréttirnar aftur á Rás 2.. það var eitthvað sem að maður hafði gaman að.

- Guffi 

 


mbl.is Britney Spears farin í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

110% sammála.... reyndar er Britney villtari svona. Fer henni betur út frá því sjónarhorni. hehe :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.2.2007 kl. 01:17

2 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Kæri Guffi vinur og athugasemdendur.

Mér er ekki sama, ég er búinn að bíða eftri því að stúlkan færi í meðferð. Vona að þetta sé síðasta meðferðin hennar. og að hún fái frið í sál sína. (Vona líka að þetta orðalag sé ekki ófaglegt eða of trúarlegt)

 Kalli matt.

Karl V. Matthíasson, 22.2.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Ég þakka athugasemdirnar!

Það er hárrétt hjá þér Kalli að það er gott og blessað að hún fari í meðferð, þó hún hafi strax strokið úr henni. Enda bloggaði ég um þetta frekar í þeim tilgangi að gagnrýna fréttaflutning.

- Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 22.2.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband