Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
13.2.2007 | 01:25
Óþolandi skákir, útvarp, afmæli Röskvu og dagurinn í dag
Ég mætti í skóann kl. 8 í morgun og var ekki búinn í honum fyrren hálf 6 með Íþróttir í síðasta tíma. Fór eftir það á Sólon og hitti góðkunningja mína yfir kaffibolla... Kalli hringdi síðan í mig 7 mínútur fyrir hálf 8 og bað mig um að skjótast í útsendingu fyrir hann sem að átti að byrja hálf 8 (Kalli alltaf jafn tímanlegur ). Það gerði ég og tók leigubíl uppí Efstaleiti.
Það vildi svo heppilega til að á sama tíma og þátturinn var búinn voru að byrja tónleikar í sal nýja SÁÁ hússins, Efstaleiti 7 með Ólafi Arnalds. Vinir mínir og vinkona voru þar og ég slóst í för með þeim og sá tónleikana. Þetta voru útgáfutónleikar vegna nýrrar plötu frá honum og fínasta efni þarna á ferð!
Eftir tónleikana kíkti ég í boð með Júlíu á kaffihúsið Deco í austurstræti þar sem 19 ára afmæli Röskvu var haldið hátíðlegt, til hamingju með afmælið Röskva! Ekki slæmt að fá jafn frábæran sigur og þann sem við urðum vitni að fyrir stuttu í afmælisgjöf. Mamma sem einn af stofnendum rösvku á sínum tíma hélt víst ágætis ræðu fyrr um kvöldið sem ég missti þó af, en orðið á götunni var að hún fékk góðar undirtektir.
Eftir allt þetta húllumhæ og lá þá leiðin heim. Ég byrjaði á að skora á pabba í skák. Hann má nú eiga það að vera mjög góður skákmaður enda varð hann fyrsti Íslandsmeistari unglinga í skák á sínum tíma. Ég er þó alltaf að klóra í bakkann og þessa dagana hef ég verið óþæginlega nálægt því að leggja hann að velli. Svo er mál með vexti að fyrir um viku síðan tefldum við og var ég í mun betri aðstöðu og pabbi að falla á tíma þegar hann náði að gabba mig í smá gildru á ögurstundu. Hann "gaf" mér peð í skiptum á riddara og biskup en hann náði þá að máta mig þar sem kóngastaðan mín var ekki sú besta, innilokaður kóngur af 3 eigin peðum og náði hann þessvegna að máta mig með hrók. Þá hafði ég tekið minn hrók af F1 og yfir á F4 og þá náði hann sínum hrók á B1 og kóngurinn innilokaður á G1. Leiðinlegur endir á þeirri skák.
En að skákinni í kvöld. Ég byrjaði betur en pabbi og skákin varð svo jafnari þegar líða tók á hana. Allt var í járnum og ég átti þá rúma 1 mínútu eftir á klukkunni en pabbi um 3 mínútur (byrjuðum báðir með 7 mínútur rúmar). Ég tók þá til þess ráðs að tefla hratt en pabbi gleymdi tímanum um stund og var að lokum kominn í tímahrak. Þá byrjaði "atið" og mikið varð á og loks féllum við báðir á tíma, pabbi um 15 sekúndum fyrr en ég en hlutirnir gerðust mjög hratt! Ég hafði verið búinn að mála kónginn minn útí horn í þeirri von um að skáka hans kóng með drottningunni minni. Svo á sama tíma náði Sveinn gamli að máta mig og kalla "mát" og var það á sömu sekúndu og ég uppgvötaði að pabbi væri fallinn á tíma og kallaði "fallinn á tíma". Ég skal segja ykkur það að það munaði ekki mörgum sekúndubrotum á þessum blessuðu köllum. Þó þurfti ég að sætta mig við það að hann náði að kalla á undan mér.
Ég trúi því samt og treysti á það að sá tími mun koma að ég knéseti gamla kallinn.. það hlýtur að koma að þessu.
Jæja, ætli það sé ekki komið nóg af skáksögum í bili.. Ég ætla að fara í háttinn svo að maður hafi smávegis orku í sér fyrir morgundaginn!
Kv,
Guffi
Tenglar
Bloggarar
- Sunna sunna
- Nína úr Kvennó og co. snúgg
- Hildur og fleiri stelpur úr Kvennó.. les tartes
- Heiða Trúbador Heiða
Áhugaverðar síður!
- Allir veitingastaðir á Íslandi Líttu við...
- Myspace-ið mitt.. Mæææspeis
- Nemendafélag Kvennó, Keðjan Keðjan
- Hljómsveitin mín.. For a minor reflection
Pólitík
- NýKratar nýkratar
- Vefritið Vefritið
- Orðið á Götunni Orðið á götunni
- Ungir Sjálfstæðismenn SUS
- Ungir Frjálslyndir UF
- Ungir Framsóknarmenn SUF
- Ung Vinstri Græn UVG
- Ungir Jafnaðarmenn UJ
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- bjorkv
- juliaemm
- heida
- pallieinars
- magnusmar
- juliara
- agnar
- kallimatt
- annakr
- stebbifr
- sigmarg
- truno
- bryndisisfold
- kamilla
- hlynurh
- jenssigurdsson
- ingibjorgstefans
- dofri
- annapala
- fanney
- jonastryggvi
- dagga
- nykratar
- vefritid
- malacai
- agustolafur
- bennigrondal
- bergruniris
- bleikaeldingin
- egillrunar
- elvarj
- feministi
- gilsneggerz
- vefarinnmikli
- hrannarb
- id
- jonthorolafsson
- hugsadu
- killerjoe
- mist
- ottarfelix
- senorita
- sprengjuhollin
- stefanthor
- steindorgretar
- kosningar
- svenni
- steinibriem