Leita í fréttum mbl.is

Maður í manns stað

Ég viðurkenni það fúslega að það er mjög leiðinlegt að missa Jakob Frímann úr flokknum enda mikill fengur í að hafa hann með í starfinu, öflugur maður.

Ég vona þó að þessi vitleysa með nýtt framboð verði samt ekki að veruleika. Sú stóra hætta er þá fyrir hendi að framboðið næði næstum því inn manni einhverrstaðar, það fylgi myndi detta dautt niður og Sjálfstæðisflokkurinn græða mest á því.

Ég vil benda á að um helgina gekk ekki bara Jakob Frímann úr Samfylkingunni heldur gekk Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi í flokkinn eftir árs langt samstarf við Samfylkinguna í borgarstjórn án vandræða. Er það mikið gleðiefni enda er Björk að mínu mati einn af öflugustu stjórnmálamönnum landsins í öldrunar- og velferðarmálum.

Lifi byltingin!

- Guffi 


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Já þú hefur svona hátt álit á Björk? :)

Steindór Grétar Jónsson, 25.2.2007 kl. 20:06

2 identicon

Fjölskyldan maður.

Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:16

3 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Lengi lifi Stuðmenn, (sem slíkir).

Sigurður Ásbjörnsson, 25.2.2007 kl. 20:28

4 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Jújú ég er kannski ekki sá hlutlauasti í málinu Steindór og Byrnjar en ég hef líklega getað fylgst betur með störfum hennar en margur annar fyrir vikið. Og ekki margt sem ég hef getað sett útá.

- Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 25.2.2007 kl. 20:42

5 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Held þetta séu bara ágæt skipti.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 26.2.2007 kl. 17:19

6 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Þetta er frábært að fá hana Björku í Samfylkinguna.  Var henni samferða í hákskólapólitíkinn forðum þar sem nú var hún heilsteypt og góða baráttukona fyrir málstað jafnréttis og jafnaðar.

Það mælir líka með henni að Guffi mæli með henni, ena er hann líka frábær.

 Kallimatt

Karl V. Matthíasson, 26.2.2007 kl. 20:50

7 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Ágætu lesendur.

Því miður komu nokkrir prentvillupúkar upp hjá mér áðan en höfum textan svona:

 

Það er frábært að fá hana Björku í Samfylkinguna.  Var henni samferða í hákskólapólitíkinni forðum þar sem hún var heilsteypt og góð baráttukona fyrir málstað jafnréttis og jafnaðar og það er hún enn.

Það mælir líka með henni að Guffi mæli með henni, enda er hann líka frábær.

 Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 26.2.2007 kl. 20:56

8 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Tek undir með síðasta ræðumanni, þið Björk eruð bæði frábær, áfram þið!

Eva Kamilla Einarsdóttir, 26.2.2007 kl. 21:33

9 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Þakka fögur orð! Vil þó benda á þann algenga misskilning að orðið Björk beygist ekki um Björku í þf. heldur beygist það Hér er Björk - um Björk - frá Björk - til Bjarkar.

Byltingarkveðjur,

Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 26.2.2007 kl. 22:27

10 identicon

Og hér er Elvar

Elvar Jón (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband