Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Fott grein + vinna..

Sælt veri fólkið!

Var að byrja að vinna "formlega" í dag í Hugo Boss í kringlunni.. Verð vinnandi yfir hátíðirnar, eftir áramót og líklega eitthvað í framhaldinu af því. Ótrúlega flott föt, góðir samstarfsfélagar sem skemmir ekki fyrir og skemmtilegt jobb í alla staði.

Ég ætlaði svo að benda landsmönnum öllum á grein eftir hann Gulla sem er með mér í stjórn Ungra Jafnaðarmanna í Rvk sem fjallar um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og pólítískan rétttrúnað. Greinin birtist á málgagni UJ á netinu, www.politik.is. Ótrúlega flott grein að mínu mati sem ég hvet alla til þess að lesa hér.

Læt þetta duga í bili,

- Guffi 


Húrra!

Frábært framtak hjá Lovísu að gefa allan ágóðann af disknum til samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi!

Nú er það bara okkar að kaupa plötuna og gleðja vini og vandamenn um jólin á sama tíma og við styðjum þetta góða málefni!

Húrra fyrir Lay Low!

- Guffi 


mbl.is Lay Low gefur ágóða af nýrri plötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tipp(i)

Hver klikkaði á þetta blogg til að gá hvort að ég væri að tala um getnaðarlimi í sambandi við fréttina um Benítez? Viðurkennið það!

Annars ætlaði ég að spá mínu liði Manchester, sigri á Liverpool á sunnudaginn eftir viku! Ástæðan fyrir fyrirsögn bloggsins er sú að mér datt í hug að "tippa" á leikinn, 1000 kall eða svo..

Hvað halda annars helstu knattspyrnu-spekingar þjóðarinnar? Hvort vinnur, Manchester Utd. eða Liverpool? Poolararnir hafa jú það að þeir eru á Anfield..

- Guffi

 


mbl.is Benítez óánægður með dómarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju!

Ég vil óska Svavari Knúti og félögum í Hraun innilega til hamingju með árangur sinn í keppninni og óska þeim góðs gengis í 5-laga úrslitunum!

Platan þeirra, I Can't Belive It's Not Happiness, finnst mér vera hreint út sagt frábær og ekki hlotið allt það hrós sem hún á skilið og hefur lagið Ástarsaga úr fjöllunum verið mitt uppáhaldslag með þeim síðan ég heyrði plötuna fyrst og áður en hún kom út.

Það kæmi mér ekki á óvart ef að þeir vinna keppnina með þessu frábæra lagi!

- Guffi


mbl.is Hraun komin í 5 sveita úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband