Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Vona það besta!

Þetta eru mjög góðar fréttir og vona ég það heitast að þetta gangi eftir! Það er auðvitað hræðileg þessi kúgun, mannréttindabrot og glæpir sem að Ísraelsstjórn stendur fyrir á hendur Palestínumanna. Auðvitað hlýtur það að enda með átökum innan Palestínsku þjóðarinnar eftir áratugi í þessari aðstöðu.

Hinsvegar er það ömurleg og gömul tugga að tönglast á því að Hamas-menn vilji ekki segja um viðurkenningu Ísraelsríkis. Þeir hafa gefið það út að ef að Ísraelar myndu hefja samningaviðræður sem að byggðu á Oslóarsamkomulaginu og því landsvæði sem að þar var samþykkt.

Svo er trúarhlið og stjórmálahlið Hamas eru að sjálfsögðu tvennt ólíkt og þess vegna mjög erfitt og stórt skref fyrir stjórnámahliðina að slíta sig frá trúarhliðinni að þessu leiti.

Svo má heldur ekki gleyma því, að enginn spyr hvenær Ísraelsmenn viðurkenna ríki Palestínu. Allaveganna bendir hegðun þeirra til þess að þeir vilji helst þurrka Palestínu hægt og bítandi út, og það er það sem þeir eru að gera með aðskilnaðarmúrnum og stanslausum árásum á Palestínumenn.

Alltaf bíður maður og vonar það besta í þessu máli en oft skila viðræður litlu. Það væri meira en yndislegt ef að ríkin næðu samkomulagi sem að byggði á Oslóarsamkomulaginu og þar sem viðurkenningu beggja ríkja væri til staðar og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu. 

Það mikilvægasta í þessu máli er það að missa ekki vonina, kraftaverkin gerast!

- Guffi 


mbl.is Abbas felur Haniyeh að mynda þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott framtak!

Jú hann gamli góði Villi gerir sitthvað gott í embætti sínu, þó að ég myndi seint kjósa hann (ef að ég hefði þá kosningarétt). Skákin er mjög vanmetin íþrótt og gott að borgin leggji sitt að mökum til þess að efla skák-menninguna!

Spurning hvort að þessi sterki leikur sjalla og fralla muni veita þeim meiri byr í seglin fyrir vorið? Nei ætli þeir græði nokkuð mikið á þessu, en fínn leikur þó. Måske ná þeir að máta vinstriflokkana aftur í vor. Vona ekki.

Að öðrum fréttum, nú er ég frammi á gangi í Kvennó að bíða eftir því að þreyta Jarðfræðipróf í berggreiningu, sem eru ekki jafn uppörvandi fréttir og sú sem ég skrifaði um hér að ofan. Gangi mér vel...

 


mbl.is Skákakademía Reykjavíkur stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi sem fæstir af rás 2

Ég vona að sem fæstir starfsmanna á minni deild, rás 2 láti af störfum. Fínasta fólk hér sem að leiðinlegt væri að missa.

Svo er pæling hvort að útvarpsstjóri reki mann og annan til að spara? Hvur veit...


mbl.is Ekki gefið upp hversu margir muni hætta af hverri deild RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60 þúsund kall

Þeir segja að maður eignist stúkuna fyrir þessa 51 milljón króna í 861 ár. Auðvelt reikningsdæmi sýnir fram á það að ef að maður myndi setja 51 milljónir á raðgreiðslur í 861 ár með einni afborgun á ári (reyndar án vaxta) væri afborgunin ekki nema 60.000 krónur á ári eða um 5000 krónur á mánuði. Ekki harla mikið það fyrir 5 sæta stúku í Royal Albert Hall rétt hjá stúku konungsfjölskyldunnar.

Svo má reyndar velta vöngum yfir því hvort að jörðin og þar með Royal Albert Hall muni lifa af næstu 861 ár, hvort sem það verði að völdum gróðurhúsaáhrifa eða styrjaldar. Hvað haldið þið? Góð fjárfesting?


mbl.is Hálf stúka í Royal Albert Hall til sölu á 385 þúsund pund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt..

Hálf kaldhæðið að búa til smásjá sem er 12mm að hæð.

Ætli það þurfi þá ekki aðra smásjá til þess að geta séð í gegnum sjónpípuna? Hlýtur að vera.. 

Það sem mér finnst öllu áhugaverðara með þessa frétt að hann segist vilja búa til smásjá sem að stækkar 10 milljón sinnum. Það eru alveg 1 og svo 7 núll fyrir aftan --> 10.000.000. Stór tala! Með því að búa til þannig smásjá gæti hann greint atóm sem að er í öllum hlutum og minnsta stærð í heiminum, að frátöldu byggingarefni atómsins sjálfs sem að ég man ekki hvað heitir. Ótrúlegt hvernig vísindin eru í stanslausri framför.

Því miður vilja þó sumir nýta þekkinguna sem að við búum yfir til þess að búa til kjarnorku- og gjöreyðingarvopn. Þá finnst mér skemmtilegra að nýta þekkinguna í það að búa til litlar smásjár. 

 


mbl.is Minnsta smásjá heims bíður staðfestingar Heimsmetabókar Guinness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn að skákeinvígum - það hlaut að koma að því

Jú kæri lesandi, viti menn. Það kom uppá daginn nú fyrir stundu að ég lagði föður minn að velli við skákborðið. 

Reyndar var ekki mikil dýrð yfir þessum sigri en sigur þó, hann féll á tíma. Þó var ég í ívið betri stöðu þegar hann féll á tíma þannig að með góðri spilamennsku hefði þetta getað orðið spennandi skák.

Nú er næsta skref að vinna hann almennilega, lengja bara tímann á klukkunni.

- Guffi


Enginn Schumacher

Sá þessa frétt um bílprófanir í Formúlunni... Voðalega skrýtið þegar að ég las fréttina að ekkert stæði um Schumacher... Ég hélt að sjálfsögðu með Schumacher í gamla daga einsog allir mætir menn og þessvegna finn ég fyrir smá tómleika að lesa formúlufrétt þar sem ekkert er minnst á hann.

Jæja, maður á auðvitað ekki að vera að svekkja sig á þessu, honum fannst sinn tími vera kominn þó að allir sáu að hann ætti fullt inni. Þrátt fyrir allt þetta er það ekki spurning að ég mun vakna á laugardags og sunnudags-morgnum í framtíðinni og styðja mína menn...

Viva Ferrari!

- Guffi


mbl.is Ferraribílarnir á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi skákir, útvarp, afmæli Röskvu og dagurinn í dag

Ég mætti í skóann kl. 8 í morgun og var ekki búinn í honum fyrren hálf 6 með Íþróttir í síðasta tíma. Fór eftir það á Sólon og hitti góðkunningja mína yfir kaffibolla... Kalli hringdi síðan í mig 7 mínútur fyrir hálf 8 og bað mig um að skjótast í útsendingu fyrir hann sem að átti að byrja hálf 8 (Kalli alltaf jafn tímanlegur Smile). Það gerði ég og tók leigubíl uppí Efstaleiti. 

Það vildi svo heppilega til að á sama tíma og þátturinn var búinn voru að byrja tónleikar í sal nýja SÁÁ hússins, Efstaleiti 7 með Ólafi Arnalds. Vinir mínir og vinkona voru þar og ég slóst í för með þeim og sá tónleikana. Þetta voru útgáfutónleikar vegna nýrrar plötu frá honum og fínasta efni þarna á ferð!

Eftir tónleikana kíkti ég í boð með Júlíu á kaffihúsið Deco í austurstræti þar sem 19 ára afmæli Röskvu var haldið hátíðlegt, til hamingju með afmælið Röskva! Ekki slæmt að fá jafn frábæran sigur og þann sem við urðum vitni að fyrir stuttu í afmælisgjöf. Mamma sem einn af stofnendum rösvku á sínum tíma hélt víst ágætis ræðu fyrr um kvöldið sem ég missti þó af, en orðið á götunni var að hún fékk góðar undirtektir.

Eftir allt þetta húllumhæ og lá þá leiðin heim. Ég byrjaði á að skora á pabba í skák. Hann má nú eiga það að vera mjög góður skákmaður enda varð hann fyrsti Íslandsmeistari unglinga í skák á sínum tíma. Ég er þó alltaf að klóra í bakkann og þessa dagana hef ég verið óþæginlega nálægt því að leggja hann að velli. Svo er mál með vexti að fyrir um viku síðan tefldum við og var ég í mun betri aðstöðu og pabbi að falla á tíma þegar hann náði að gabba mig í smá gildru á ögurstundu. Hann "gaf" mér peð í skiptum á riddara og biskup en hann náði þá að máta mig þar sem kóngastaðan mín var ekki sú besta, innilokaður kóngur af 3 eigin peðum og náði hann þessvegna að máta mig með hrók. Þá hafði ég tekið minn hrók af F1 og yfir á F4 og þá náði hann sínum hrók á B1 og kóngurinn innilokaður á G1. Leiðinlegur endir á þeirri skák.

En að skákinni í kvöld. Ég byrjaði betur en pabbi og skákin varð svo jafnari þegar líða tók á hana. Allt var í járnum og ég átti þá rúma 1 mínútu eftir á klukkunni en pabbi um 3 mínútur (byrjuðum báðir með 7 mínútur rúmar). Ég tók þá til þess ráðs að tefla hratt en pabbi gleymdi tímanum um stund og var að lokum kominn í tímahrak. Þá byrjaði "atið" og mikið varð á og loks féllum við báðir á tíma, pabbi um 15 sekúndum fyrr en ég en hlutirnir gerðust mjög hratt! Ég hafði verið búinn að mála kónginn minn útí horn í þeirri von um að skáka hans kóng með drottningunni minni. Svo á sama tíma náði Sveinn gamli að máta mig og kalla "mát" og var það á sömu sekúndu og ég uppgvötaði að pabbi væri fallinn á tíma og kallaði "fallinn á tíma". Ég skal segja ykkur það að það munaði ekki mörgum sekúndubrotum á þessum blessuðu köllum. Þó þurfti ég að sætta mig við það að hann náði að kalla á undan mér.

Ég trúi því samt og treysti á það að sá tími mun koma að ég knéseti gamla kallinn.. það hlýtur að koma að þessu.

Jæja, ætli það sé ekki komið nóg af skáksögum í bili.. Ég ætla að fara í háttinn svo að maður hafi smávegis orku í sér fyrir morgundaginn!

Kv,

Guffi 


Every breath you take... á hróarskeldu?

Auðvitað eitt af mestu klysjulögum seinni tíma, en vá hvað ég væri til í að sjá þessa snillinga á sviði!

Nú krossleggjum við Hróarskeldufarar fingurnar og vonum að The Police með Stinginn sjálfann í fararbroddi mæti á Hróann..

Strax er búið að tilkynna að komi á Hróarskeldu ekki minni nöfn en Red Hot Chili Peppers, The Who og Björk... Ekki slæmt það!

Nú ætla ég að fara að gráta mig í svefn með every breath you take í eyrunum... NOT

- Guffi


mbl.is The Police í tónleikaferð um heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur!!

Til hamingju Röskva!!!

Hver hefði trúað því að Röskvu tækist í sömu atrennu að ýta út H-listanum og ná hreinum meirihluta á móti Vöku?? Örugglega mjög fáir sem að þorðu að tippa á það fyrirfram. Allaveganna ekki ég...

Nú vona ég að þetta sé bara fyrirboði á gott gengi vinstriflokkanna þann 12. maí. Ekki þætti mér það leiðinlegt að sjá Samfylkingu og Vinstri Græna ná hreinum meirihluta.. 

Árshátíð Keðjunnar var í gær sem er nemendafélag Kvennaskólans.. hún var mjög fín og Jet Black Joe voru þar aðal númerið með Pál Rósinkranz í öndvegi. Það var mjög notalegt að vakna með höfuðverk og líta á gemsann sinn þar sem blasti við manni Sms frá Magga röskvu-manni þar sem stóð: "Röskva vann hreinan meirihluta 5-4." Við skulum segja að þessi skilaboð vógu uppá móti höfuðverknum.

- Guffi 


mbl.is Röskva hlaut flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband