Leita í fréttum mbl.is

Frábær landsfundur!

Ég sat landsfund Samfylkingarinnar í gær. Fundurinn var til mikillar fyrirmyndar, frábær umgjörð, ótrúlega góð stemming og allt tipp topp.

Ég missti því miður af föstudeginum og setningarhátíðinni vegna tónleikahalds en samkvæmt öllum og fréttamiðlum var hátt í 1500 manns á setningunni og mikil stemming þetar Mona og Helle héldu ræður ásamt Ingibjörgu.

Mjög góð og vel ígrunduð stefna fyrir kosningarnar var samþykkt og munaði minnstu að það hafi verið fellt út ákvæði um varnarsamstarf við Bandaríkin. Gleðiefni að mínu mati að svo litlu hafi munað, þó það hafði verið gaman hefðum við gengið alla leið og tekið ákvæðið út.

Það var samt eitt á landsfundinum sem ég var ósáttur með. Skemmtilegur dagskrárliður sem hét Til Framtíðar var undir lok laugardagsins. Þar sátu 4 þingmenn sem eru að hætta í pólitík að spurja 7 unga frambjóðendur spjörunum úr og gefa þeim ráð inní framtíð þeirra í stjórnmálum og gefa þeim góð ráð.

Það var Margrét Frímanns sem spurði Árna Pál útí hugsanlegt stjórnarsamstarf. Árni Páll svaraði því til að Samfylkingin myndi ekki fara ríkisstjórn að loknum kosningum til þess eins að hjálpa VG í væli um vonsku heimsins og til að hrekja bankana úr landi. Frekar myndum við vera stjórnarandstaða með metnað.

Hverslags vitleysa er þetta?? Að sjálfsögðu förum við í ríkisstjórnarsamstarf með VG ef við fáum umboð til þess í kosningum. Og hvað er svo að því að væla um vonsku heimsins? Eg geri það oft skal ég segja ykkur. Eigum við bara að sitja á rassinum og láta okkur ekkert varða um heimsvaldastefnu USA, Íraksstríðið, ástandið fyrir botni miðjarðarhafs og allt hitt? Og hvað með þá fátæku á íslandi, eigum við ekkert að láta okkur þá varða? Nei að sjálfsögðu ekki. Við skulum væla útaf þessu öllu - og taka svo höndum saman og gera eitthvað í málunum! Varðandi bankana er ég samt sammála Árna Páli, því það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda þeim innanlands enda skila þeir mjög miklu í ríkissjóð.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, sleit síðan fundinum með frábærri barátturæðu og jók með henni blóðstreymið til jafnaðarmannahjartans í okkur öllum, a.m.k. þeirra sem voru viðstaddir.

Í heildina gaf Ingibjörg okkur, ásamt landsfundinum í heild, gott fararnesti inní kosningabaráttuna, og hef ég fulla trú á góðu gengi Sf. þann 12. maí næstkomandi! 

Að lokum vil ég setja hingað inn frábæra mynd sem ég fann á vefsetri Baggalúts. Með myndinni spyr ég: Viltu þessa menn á þing?

Þrífarar - árni

Með baráttukveðju,

Guffi

x-S, 12. maí! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Frábær fundur. Ef ég skildi Árna rétt, var hann að meina að við förum ekki í ríkisstjórn til að láta valta yfir okkur í einu eða neinu.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Snildar mynd af Árna og felögum

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Takk fyrir kommentið Tómas. Jú kannski hef ég misskilið hann eitthvað, en þegar ég heyrði þetta í gær fór um mig hrollur. En hvur veit, kannski var það mistúlkun hjá mér.

Guðfinnur Sveinsson, 16.4.2007 kl. 01:08

4 Smámynd: Páll Einarsson

Fannst ég alltaf kannast við Árna.. en man bara ekki hvaðan!

var áskrifandi þeira Andrésar andar og félaga lengi :D

Páll Einarsson, 16.4.2007 kl. 02:13

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Frábær mynd Guffi... og skemmtilegar pælingar. Þú veist minn hug til Árna, hef reyndar verið miklu hvassari en það sem þú last um daginn og kommentaðir á hjá mér. Fór meira að segja í viðtal á Stöð 2 vegna þessa í janúar. Ég ríf kjaft þegar að ég vil hehe. En já, ég er bara þannig að ég tala þegar að ég vil og ég þegi ekki ef mér finnst eitthvað að. Þetta var þannig mál að ég varð að tala, því að það er heiðarlegt og það var rétt. Er miklu sterkari með það, enda ef hjartað segir manni að eitthvað sé rétt er það rétt. Simple as that. :)

Mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.4.2007 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband