Leita í fréttum mbl.is

Óþæginlegur sannleikur

Ég fór á sunnudag í Samfylkingar-bíó á myndina An Inconvenient Truth eftir Al Gore.

Alveg hreint ótrúlega góð mynd. Hann setur þessar staðreyndir fram á ótrúlega góðan, myndrænan hátt án þess að blanda of mikið af jarðfræði og umhverfisfræði inní þetta því jú, ef að myndin hefði verið full af efna- og eðlisfræðijöfnum hefði maður fljótt sofnað.

Hann blandaði því líka mjög smekklega inní myndina, sinni ævi, hvernig og hvar hann ólst upp og hans baráttu fyrir umhverfismálum. Samt hefði mátt hafa aðeins minna af dramantískum senum í myndinni sem urðu stundum smá ýktar.

Í heildina frábær mynd sem snertir mann og fær mann til að hugsa. Mæli með því að allir sem ekki hafa séð myndina GANGI eða fari HJÓLANDI útá vídjóleigu og leigi myndina.

Umhverfiskveðjur,

Guffi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband