Leita í fréttum mbl.is

Mættu falla fyrir mér...

Ekki á þann hátt hvað ást og hrifningu varðar.

Heldur mættu þeir falla niður í fyrstu deild án þess að ég yrði mikið sár. Það væri gaman að sjá Kr-ingana gráta smá og finna fyrir því, lækka rostann í vesturbæjarhrokanum. KR, Gamli ísinn og KR-K+M (Menntaskólinn einsog þeir hörðustu kalla MR)...

Það viðurkennist á mig að stundum veð ég þreittur á hinum týpíska vesturbæjing sem telur sig búa á besta stað í heimi, halda með besta liði í heimi, geta borðað besta ís í heimi og geta gengið í besta menntaskóla í heimi...

Annars er maður fínt upplagður - Hróarskelduævintýri nr. 3 byrjar á aðfararnótt Sunnudags.

Bestu kveðjur,

Guffi 


mbl.is Fyrsti sigur KR í Landsbankadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Þróttur!!!

Ég hef fulla trú á mínum strákum!

Maður bjó nú í næsta nágrenni við Laugardalinn í ein 10 ár þannig að maður hættir seint að halda með Þrótti.

Þróttur á mikið hrós skilið fyrir ungliðastarfið sitt, enda eitt öflugasta félagið í þeim málum. Aðstaðan til fyrirmyndar og félagið eflaust öfundað af mörgum öðrum félögum fyrir aðstöðuna. Ekki allir sem eru það heppnir að hafa Laugardalinn útaf fyrir sig.

Ef að ég væri ekki úti á Hróarskeldu á sama tíma og leikurinn fer fram myndi ég mæta á leikinn, en sendi í staðin baráttukveðjur og sterka strauma til minna manna.

Nú er það bara að rúlla upp Suðurnesjamönnunum, vinna bikarinn, komast uppí Úrvalsdeild og verða það stórveldi sem Þróttur á að vera í fótboltanum!

Áfram Þróttur!

Kv,

Guffi


mbl.is Meistararnir mæta Þrótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjálfsögðu!

Maðurinn er náttúrulega snillingur á sínu sviði.

Einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og frábært lag þarna á ferð!

Kv,

Guffi 


mbl.is Bob Dylan með besta reiðiástarsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri viðbjóðurinn

Aðeins fyrir 30 árum ætlaði leyniþjónusta bandaríkjanna að ráða þjóðarleiðtoga af dögum.

Meiri viðbjóðurinn.

Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að við verðum að reyna að eiga góð samskipti við öll ríki, og sérstaklega nágranna okkar en þegar ég les svona fréttir þá fæ ég alveg uppí kok af nágrönnum okkar í vestri.

Hver veit hvað CIA aðhefst nú til dags? Nýverið las ég frétt í sambandi við átök Hamas og Fatah á vesturbakkanum. Þar kom fram að Hamas menn fundu skjöl frá CIA í herbúðum Fatah sem meðal annars innihéldu upplýsingar um hvernig ætti að verjast árásum Hamas og hvernig væri best að yfirbuga þá. CIA virðist hafa ítök alls staðar. Á sama stað fundu Hamas menn ótal vopna, skriðdreka, bíla, sprengjuvarpa og fleiri vopn sem höfðu verið send Fatah frá Bandaríkjunum til þess að nota gegn Hamas.

Jæja, nóg af vangaveltum í bili, en allt þetta finnst mér ótrúlega sorglegt.

Kv,

Guffi 


mbl.is Leyniþjónusta Bandaríkjanna réð meðlimi mafíunnar til að granda Kastró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19. júní og bloggfríið mitt

Sælt veri fólkið,

Afsakið mitt ómeðvitaða bloggfrí... Ég hef ekki hent bloggi hingað inn síðan fyrir kosningar - 10. maí! Og aldeilis hefur dregið til tíðinda á þessum mánuði og 9 dögum.

Kosningadagur gekk í garð  og nóttin í beinu framhaldi einsog vera ber. Spádómur minn um úrslitin gekk ekki alveg eftir. Ég spáði því að Ingibjörg myndi fella ríkisstjórnina og að Samfylkingin myndi brjóta 30% múrinn. Í fyrstu tölum stóð spádómurinn minn en þegar nóttin leið þá breyttist staðan þónokkuð. Engu að síður gengum við ótrúlega nálægt því að fella ríkisstjórnina - 11 atkvæði ef að ég man rétt. Þar spilaði Samfylkingin lykilhlutverk - ekki verður deilt um það.

Ríkisstjórnarskiptin urðu svo um svipað leiti og ég var að klára skólann - 2. árið í Kvennó. Ég væri að ljúga ef að ég hefði klárað þetta ár með "láð" en engu að síður skreið ég í gegn, sem betur fer. Svona er það þegar að allt fer á undan skólanum í forgangsröðina. Allt endaði þó vel - minn flokkur komst til valda, kannski ekki með þeim flokki sem ég hefði helst viljað en að sjálfsögðu er gott að Jafnaðarmannahugsjónin komist að innan veggja ríkisstjórnarinnar. Við höfum sýnt það og sannað á fyrstu vikum Þingvallastjórnarinnar að þarna eigum við heima. Vona að þetta verið gott og farsælt samstarf með Sjálfstæðisflokk, ef að báðir flokkar fá að koma sínum málum á framfæri getur þetta endað stórvel.

Sumarið tekur alltaf við, sama hvað gengur á. Vinna, vinir, frí og fjör. Öllu blandað saman og vonast eftir sem bestri útkomu. Ég vinn á tveimur stöðum, annarsvegar hjá Netinu, markaðs- og rekstrarráðgjöf og sem þjónn á Lækjarbrekku í aukavinnu.

Hróarskelda er orðinn fastur partur í lífi mínu. Ég fór fyrst árið 2004, á 15. aldursári. Fékk þá ekki að gista en hreyfst af hátíðinni og staðnum. Fór svo á síðasta ári með vinum mínum, alveg ógleymanlegt. Fer aftur í ár, flýg út þann 1. júlí og kem heim þann 12. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á hátíðina... Uppselt! Úff, bömmer.

17. júní var haldin hátíðlegur í bloggfríinu mínu. Þó tók ég ekki mikinn þátt í hátíðarhöldum vegna vinnu á Lækjarbrekku en heyrði lætin greinilega frá sviðinu við Arnarhól.

19. júní er í dag. Ég er í bleikri skyrtu, til að sýna stuðning minn við kvennfrelsisbaráttuna. Það er ekki frelsi að óútskýrður launamunur sé milli kynja á 21. öldinni. Það er ekki frelsi að konur hafa miklu færri málsvara í sveitastjórnum, á þingi og í stjórnum fyrirtækja. Við höfum verið að fara í rétta átt síðustu ár og áratugi síðan 1915 en við eigum ennþá langt í land. Áfram konur (og karlar að sjálfsögðu)! Látum dætur okkar byrja á sama punkti í lífinu og syni okkar. 

Ég hef það ekki lengra í bili - verð að eiga eitthvað eftir til að skrifa um þegar fram líða stundir...

Bestu kvenn-baráttukveðjur,

Guffi 


mbl.is Málum bæinn bleikan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðalega er ég stoltur!

... af því að vera hluti af þeim frábæra stjórnmálaflokk, Samfylkingunni og fá þann heiður að vera hluti af fylkingu undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur

Ég fylltist hreinlega stolti á því að horfa á hana á Stöð 2 í kvöld. Solla er komin í kosningaham og mikið meira en það!

Ég man að í febrúar, mars og byrjun apríl snérist umræðan ekki um neitt annað en allt stefndi í svakalegt tap hjá Samfylkingu og Ingibjörg myndi leiða flokkinn í kosningar þar sem hann myndi hljóta afhroð. Þrátt fyrir allt tal utanflokksfólks um veiklyndi ISG þá vissi ég að hún myndi standa uppi sem sigurvegari að lokum, sterk einsog alltaf!

Þegar maður horfir á Ingibjörgu tala í umræðuþáttum og á fundum segir glampinn í augunum og bjartsýnin í brosinu allt sem segja þarf. Það veitir manni svo ótrúlegan innblástur að sjá dugnaðinn og vissuna hjá henni, hún ætlar og mun fella sitjandi ríkisstjórn. Hugsjónarkona sem lætur ekkert stoppa sig og vill það besta fyrir samfélagið.

Ég er stoltur af því að vera í Samfylkingunni. Ég er stoltur að eiga Ingibjörgu að sem formann Samfylkingarinnar. Ég er stoltur af stefnu Samfylkingarinnar, hugsjóninni.

Ég spái því að Samfylkingin brjóti 30 prósenta múrinn aftur og hasla sér völl sem einn af tveimur meginstoðum íslenskra stjórnmála. Ríkisstjórnin mun falla og það verður í höndum Samfylkingar að mynda næstu ríkisstjórn!

Ég hef fulla trú á því að Ingibjörg Sólrún muni leiða Samfylkinguna til sigurs á laugardaginn og sanna þar með að hún er sterkasti stjórnmálamaður landsins og vel það. Enginn skal reyna að sannfæra mig um það að einhver annar gæti rifið af sér endalaust illt umtal, m.a. frá heilu blað sem hefur rakkað mann niður í 2 ár, og komið samt út úr kosningum sterkari en nokkru sinni fyrr!

Samfylking til sigurs þann 12. maí! Kjósum rétt, kjósum Samfylkinguna!

Baráttukveðjur,

Guffi 


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt myndband frá Ungum Jafnaðarmönnum!

Sælt veri fólkið!

Checkið á þessu glænýja myndbandi frá UJ, algjör snilld!

Kv,

Guffi


En um hinn falda Árna

Það er aldeilis að mér finnst gaman að skrifa um vin okkar, Árna Johnsen. Maður gat ekki annað en rekið augun í að á baksíðu Blaðsins í gær var auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum í suðri þar sem þeir voru að kynna stefnu sína í tvöföldun Reykjanesvegs. Þar var frambjóðendum flokksins styllt pent upp, en einn vantaði! Árna nokkurn Joð. Hinn Árni brosti breitt, Eyþór ölvaði var á sínum stað og nokkrir í viðbót en hvergi sést í Árna Johnsen.

Hvað er málið? Glæpamaður og fyrrverandi fangi skipar 2. sætið hjá Sjálfstæðisflokk í suðri, þeir fela hann nægilega vel og fólk gleymir því hreinlega að það sé að kjósa þennan mann inná þing! Í könnun Capacent Gallup 22. maí er Sjálfstæðisflokkurinn með 40,9%! Ég trúi því ekki að þeir nái að fela Árna og tapa engu á því að vera með þennan mann á lista hjá sér. Þið Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sem lesið þetta, ég bið ykkur, hugsið málið! Viljið þið í alvöru hafa glæpamann sem ykkar fulltrúa á þingi?

Kv,

Guffi


Árni Johnsen í skaupinu 2001

Hahahahaha, ég rambaði inná Youtube áðan og fann þetta frábæra brot út Áramótaskaupinu 2001 þar sem Árni er tekinn allrækilega í gegn. Var búinn að steingleyma þessu atriði... Hvet fólk til að rifja upp gamla tíma, og hugsa til þess að þessi maður kemst á þing að öllu óbreyttu.

http://www.youtube.com/watch?v=oT1heEmi6s0&NR=1

Annars var 1. maí stórskemmtilegur, labbaði niður laugarveginn með göngunni og með hjálp vinkonu minnar héldum við á fána með áletruninni Ísraelsher burt úr Palestínu. Kominn tími til!!

Kíkti svo örstutt í kaffiboð á Hótel Borg hjá Samfylkingunni og fór síðan í 1 árs afmælisveislu Evu Bjarkar systurdóttur minnar. Þar tók hún sæt einsog alltaf á móti mér í silfurlituðum kjól með bros á vör! Fór eftir boðið uppá útvarp en er núna kominn heim í Breiðholtið og þarf að taka mér bók í hönd til að ég standi mig vel í þessum blessuðu prófum.

Hef það ekki lengra í bili,

Baráttukveðjur,

Guffi


Jahá!

Það væri ekki slæmt að eiga bankareikning með sömu ávöxtun og er á hlutabréfum Microsoft!

Annars var dagurinn mjög skemmtilegur. Skólinn, útvarp og svo hljómsveitarkeppni Samfylkingarinnar um kvöldið í Iðnó þar sem hljómsveitin mín bar sigur úr bítum. Það þýðir að við spilum á laugardaginn með Baggalút, Sprengjuhöllinni, Ske, My summer as a salvation soldier og Soundspell. Hvet alla til að mæta þangað enda frítt inn. Tónleikarnir bera yfirskriftina Rokkað gegn biðlistum! 

Að mínu mati er kominn tími á að skipta um ríkisstjórn, leyfa vinstriflokkunum að taka við, jú m.a. til þess að eyða biðlistunum og bæta upp fyrir öll þau mistök sem sitjandi ríkisstjórn hefur gert síðustu 12 árin.

Kv,

Guffi 


mbl.is Hagnaður Microsoft jókst um 65% milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guffi

Guðfinnur Sveinsson
Guðfinnur Sveinsson
Nemi við Kvennaskólann í Reykjavík, á 18. aldursári. Er mikið í tónlist, bæði að spila og hlusta. Vinn á rás 2 með skóla og reyni að gefa mér sem mestan tíma í pólitík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband